Kvartmílan > Mótorhjól

FLOKKABREYTINGAR FYRIR NÆSTA ÁR - sunnudaginn 16 sep kl 15:00 fundur -allir mæta

<< < (5/18) > >>

Þórir.:
Sælir, þetta er alveg rétt hjá Unnari, það væri t.d skítt ef að það ætti að banna nýja BMW að keppa í standart af því að hann kemur með þessum hlutum standart.
kv. Þórir.

Haffman:

 Ég get nú bara séð eina lausn á þessu.

 Menn verða bara að ákveða sig hvort þeir vilja þriggja flokkakerfi eða tveggja flokkakerfi

 Tveggja flokka kerfi væri það kerfi sem er núna með litlum breytingum.
 Stock flokkur verður áfram stock þar sem eingöngu eru leyft eftirfarandi
 - PC 1-2-3
 - Slip on
 - Fjarlægja Stefnuljós og spegla
 - Breyta Gírun á tannhjólum.

Allt annað er bannað. Ef það er vafamál þá er það bannað. Ef það er ekki tekið fram sérstaklega þá er það bannað.
Droppa í demparabrúm og bæta við hlekkjum í keðju til að færa öxul aftast í gaffal er bannað.

Modd flokkur.
Ég er þeirra skoðunar að leyfa þeim að fara á betri dekk.
Sá dekkja búnaður sem þeir eru á núna er lélegur miða við aflið sem komið er í þessi hjól.


Þriggja flokka kerfi.

Modd flokkur verður Super Modd
- All leyfilegt nema Bog bor og auka aflgjafi.

Light mod (Sem var áður Stock)
- Allar breytingar að utan leyfðar (Þeas allt nema fara inn í motor)
- Hér geta menn go nuts og shop to they drop í aukahlutum
PC - Quickshifter - full system - og allt sem þig dreymir um.
Hjólin skulu vera á road dekkjum og án lenginga, bannað að strappa
en droppa má eins og menn vilja.

Stock flokkir
- Segir sig sjálft stock hjól.
Engar breytingar leyfðar nema fjarlægja spegla og stefnuljós
Nokkur atriði sem menn gætu reynt að fara framhjá með
Orginal gírun skal vera
Exup ventill þarf að vera til staðar
Hreinsun innan úr kútum bönnuð

Hvað þau hjól varðar sem komin eru með ákveðna aukahluti þá er það mín skoðun að ef framleiðandi framleiðir hjólið þá er það löglegt.
Hinsvegar tel ég að það eigi banna þau hjól sem hægt er að fá með eða án aukabúnaðar.
TD -

Honda CBR 1000 er í dag hægt að fá með og án ABS væri ABS bannað í keppni ætti ABS týpan að vera bönnuð því það er til
,,striped" útgáfa án ABS sem er væntanlega ódýrari.

Þetta er mín skoðun.

Kv Haffman

Haffman:

PS:

 BA - Flokka kerfið 800+ og 800-  [-X

 Takið þessa teikningu og hendið henni í ruslið ef hún er enn á borðinu.


 Veit að þetta hljómar stupid en hvað jafnrétti varðar þá er þetta kefri sennilega best.
 550-749
 750-996
 996 - 1199
 1200-1450
 1451 +

Unnar Már Magnússon:

--- Quote from: Haffman on September 30, 2010, 08:42:50 ---

Honda CBR 1000 er í dag hægt að fá með og án ABS væri ABS bannað í keppni ætti ABS týpan að vera bönnuð því það er til
,,striped" útgáfa án ABS sem er væntanlega ódýrari.


Kv Haffman

--- End quote ---

Kvartmíla hefur aldrei snúist um að spara krónur og þá væri alveg eins gott að stofna krónuflokk. Það er líka fáránlegt að banna "sum" stock hjól í stock flokk á þeim forsendum að framleiðendur framleiði líka budget harlem týpur. Hvernig ætlaðir t.d. þú að banna Ducati Desmosedici á þessum forsendum?

Þróun í mótorhjólum er góð og eigum við að taka henni fagnandi í stað þess að banna hana á grundvelli þess að það sé hægt að kaupa ódýrara.....

Unnar Már Magnússon:

--- Quote from: Haffman on September 30, 2010, 09:01:16 ---
PS:

 BA - Flokka kerfið 800+ og 800-  [-X

 Takið þessa teikningu og hendið henni í ruslið ef hún er enn á borðinu.


 Veit að þetta hljómar stupid en hvað jafnrétti varðar þá er þetta kefri sennilega best.
 550-749
 750-996
 996 - 1199
 1200-1450
 1451 +

--- End quote ---

Staðreyndir er samt sú að Það þarf að fækka flokkum og fjölga keppendum í þeim flokkum sem eru keyrðir.

Í einni keppni sumarsins var 750cc ekið í -800cc flokki og er staðreyndin sú að það hjól átti engan tíma undir bestu tímum þeirra sem óku í -600cc í sumar. Staðreyndir er því sú að 600cc voru með yfirburði í öllum keppnum sumarsins. Á þeim forsendum ætti því að vera hægt að aka þeim í -800cc

Ef að skoðaðir eru tímar allra þeirra sem óku í þeim flokkum sem ekið var í yfir 1000cc ólengd var niðurstaðan sú sama 1000cc hjól átti besta tíman í öllum keppnunum.

Að hvaða leiti er þessi 800 yfir/undir flokkaskipting vond. Koma með rök!

Það er ömurlegt eins og þú veist sjálfur að sjá 1-2 í flokk. Persónulega finnst mér að ekki eigi að keyra flokkinn ef að ekki eru skráðir minnst 3 í hann.

Eins og sumarið sýndi okkur þá var það einungis 600cc og 1000cc flokkarnir sem að í voru að lágmarki 3 keppendur. Í hinum flokkunum var aldrei meira en 1-2

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version