Sæll,
Já ég var að spá í gamla fordinn sem var á Skarði í gamladaga. Þetta var leigubíll sem Kristján Júlíusson átti og seldi síðan Skírni á Skarði. Ég man þegar Bjössi og Bragi komu á honum til Reykjavíkur og voru að vinna hann undir lakk á gamla verkstæðinu hans Hannesar. Bíllinn var svo askoti flottur alltaf þegar hann var á Skarði eða allaveganna í minningunni. Það væri gaman að vita hvort þessi bíll sé einhverstaðar til í drasli.
Fordinn væri flottur í hlaðinu á Skarði í dag innan um alla gömlu traktoranna sem þið eruð að gera upp
Ég hugsa að það séu margar minningar og sögur sem fylgja þessum bíl hjá mörgum í Skarðsfjölskyldunni.