þetta er sá eini sem er til hér á skerinu í dag eftir því sem ég best veit.
Það voru til 2 hvítir, 2 rauðir og einn sem óvíst er um lit, svo minn, ss. 6 stk.
1 rauði og 1 hvíti voru seldir erlendis eftir hrun, (fyrir feitan pening), það kviknaði í einum rauðum, en restina veit ég ekki um.
væri gaman ef maður fyndi þá..
Svo voru/eru til Audi Coupe,, sem er sama boddy, bara ekki með breiðu brettunum, og þar af leiðandi ekki urquattro, (orginal quattro) því þessi (minn) heitir bara Audi quattro, ekkert annað..
Menn hafa verið að sjá urquattro'a hérna út um allt, en þegar betur er að gáð er það alltaf annaðhvort coupe eða Audi S2.. það eru ekki allir sem sjá muninn eða þekkja..
það voru ekki framleiddir nema rúmlega 11.000 bílar frá árunum 1980 til 1991, eða um 1000 bílar á ári,, þannig að þeim fer ört fækkandi..