Author Topic: Hvað er svona mekilegt við það........  (Read 6705 times)

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Hvað er svona mekilegt við það........
« on: July 13, 2010, 13:01:29 »
Hæ.

  Oft dettur maður um þessa setningu. "hvað er svona merkil....." 
Þetta er einhver uppeldisgalli hjá okkur mörlandanum þessi hroki/yfirlæti að geta ekki samglaðst með einhverjum sem finnst hann hafa verið að gera vel.   Oftar en ekki er tegundarígur inní þessu að maður tali ekki um V-8 vs allir hinir.... 
  Að sjálfsögðu er og verður alltaf "rígur" á milli manna og það er annað að gera góðlátlegt grín við félagana.

    Einhventíma í gamla daga fór gamall vinur minn 9.95 á gömlum Dart með rétt rúmlega 400 cid og menn sögðu "so??"   Svo fór annar stórhöfðingi
sama tíma á Novu sem var léttari og vel á sjötta hundrað CID. og það var svo merkilegt, að á tímabili átti að taka upp nýtt tímatal.
  Svo var tíminn á Novunni bættur verulega og ég man í eitt skifti þegar hann náði nýju meti/personal best að þá komu einhverjir norlenskir táningar til mín og sögðu "nú ert svekktur" ???  Þeir fengu nú smá "föðurlegt" tiltal um að samgleðjast með öðrum. 

    Svo fór Kiddi í 140 mph á sínum kappakstursbíl og WOOOOOWW.  en svo fór Kjartan sama hraða á 4 cyl MMC götubíl og þá kom "so??"

  Svo þetta þegar einhver kemur og spyr mann hvað áttu best? og maður segi 9.14 og þá er næsta spurning hvað fara þeir best í USA og maður svarar 4.?? og þá kemur "hrummfff"

   Kannski lenda þeir sem eiga Piper cup/Chessna flugur í þessu " F-15 kemst í MACH 3" ........

 Eigum við sem erum spjallverjar hér að prufa næast þegar einhver nár góðum árangri og sínu besta að óska honum til hamingju og samgleðjast með honum í stað þess að það komi "so??"


Ég er ekki að tala Þetta til neins sérstaks heldur meira svona að minna fólk á að það er munur á félagagríni eða leiðindum.

kær vinakveðja og "Öll dýrin í .....".
Valur Vífilss (sennilega að meyrna með aldrinum)



EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Einar Birgisson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.422
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #1 on: July 13, 2010, 13:32:18 »
heheh rétt rúmlega 400cid ! er það þá ekki 413 eða kannski 426 wedge !
Einar Þór Birgisson

Drag racers go straight to the finishline. The others guys drive in circles looking for it.

Mín skrif hér eru mínar persónulegu skoðanir. Ég áskil mér rétt til að skipta fyrirvaralaust um skoðun.

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #2 on: July 13, 2010, 16:22:31 »

Sæll félagi, gott að sjá að þú ert "á meðal okkar".

sko þetta er allt hvernig sagt er frá því...  þegar þú kemur aftur og ferð 201 mph. þá geturðu sagt "þórður fór hundrað og eitthvað en ég er kominn á þriðja hundraðið.".  He he.  það er snökktum meiri munur en "tvær mílur"

   Einsog þú veist eru góðir sögumenn að deyja út ( djö.. SMS og snjáldurskjóður)

kveðja Valur Vífilss
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #3 on: July 13, 2010, 18:45:05 »
Góður póstur og margt til í þessu,ég man nú samt ekki eftir að hafa heyrt "so" þegar Kjarri fór 140+
en ég man eftir að hafa heyrt holy shit nokkrum sinnum !  8-)
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #4 on: July 13, 2010, 22:05:16 »
mér finnst nú merkilegt þegar menn bætta sitt persónulega met en þegar menn eru alltaf á sama tíma en aðeins að auka hraðann með nýju setup finnst mér ekki alltaf það merkilegt.

annars finnst mér alltaf skemmtilegt að sjá japönsku fara á svipuðum tíma og hraðskreiðir amerískir og finnst það merkilegra en einhver dart með 400 cubic að fara á 9.95 sec :D þó dart-inn á nú skilið hrós að ná þeim tíma.

annars er mitt persónulegt mat að það er svakalegt fjör að sjá small block taka big block og sjá stóru cubic menn byrja að röfla :)
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #5 on: July 14, 2010, 00:10:57 »
Hæ.
   takk drengir.  Frikki við vorum sitthvoru megin við brautina, þegar Kjarri fór fyrst 140 mph. Eini sem sýndi einhver viðbrögð "mín megin" var 10 ára sonur minn sem hoppaði um öskrandi af gleði, maður gat haldið að hann ætti bílinn sjálfur....:-)

   Svona er mat manna misjafnt Davíð,  mér finnst miklu merkilegra að sjá gamlan járnhlunk fara 9.95 heldur en hátækni undur þar sem turbínan og tölvan kostar meira en þessi ameríski compl. (það spilar inní að ég er nánös, og vil þess vegna fá eitthvað fyrir peninginn)
 Ef ég vissi af Chessnu sem næði 400 kmh fyndist mér það líka merkilegra heldur en að F15 hafi farið 2321 kmh. En einsog ég sagði "mat".

  En ég get líka sagt ykkur að þegar ég var jafnstór og þið, var ég miklu stærri....

Kveðja
Valur Vífilss...   
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #6 on: July 14, 2010, 00:25:26 »
Já það gæti verið Valur,allavega þeir sem ég talaði við og hef rætt við um td Kjarra,Lolla og Einar á Skyline þá eru flestir
sem hæla þeim fyrir árangurinn.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 65tempest

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #7 on: July 14, 2010, 12:44:27 »
Flottur pistill Valur,ég á eina svona sögu handa ykkur.

Ég fór 9.92 á 65' TEMPEST 136mph N/A á 9" slikkum,428cid pontiac með 12 í þjöppu,edelbrock performer hedd,orginal undirvagn og hjólskálar en það þótti nú ekki merkilegt því ég var á svo "ógeðslega léttum bíl" og hann var "ALLUR úr plasti bara" að sögn sérfræðinga sem höfðu nú ekki meira vit á bílum en það. :-({|= en eins og þú skrifar þá vilja menn bara horfa á
amerísk video...sársaukalaust að minni hálfu.  :-({|=
Rúdólf Jóhannsson (892-7929) #34

Offline Lolli DSM

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 176
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #8 on: July 19, 2010, 11:52:51 »
Gaman að þessum pistli og hvernig mat manna er misjafnt. Mér finnst bara rosalega flott að sjá götubíla fara í 10sek og hvað þá í 9sek! Sama með götubíla að ná yfir 130mph og hvað þá 140+mph :)
Svo er gaman að fyljast með öllum sem eru að bæta og breyta og ná betri og betri árangri. Þeir eiga allir hrós skilið!  \:D/
Þórður Birgisson a.k.a. Lolli

Mitsubishi Eclipse GSX 1990

9.65@148mph Best trap 150mph! Ethanol + Avgas blanda 50%
10.65@129.6 á 100oct dælubensín

Offline Daníel Már

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 431
  • Turbooo
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #9 on: July 19, 2010, 17:02:14 »
Hehe góður þráður, enn samt mjög margir sem hrósuðu mér og óskuðu mér til hamingju fyrir að komast í 10 sec núna um daginn. Hef reyndar ekki orðið var við svona comment "og hvað með það" hehehe :)
Daníel Már Alfredsson

Evo 3
60ft 1.660
1/8 7.52 @ 92mph
1/4 11.72 @ 115mph

Civic Type R
60ft. 1.993
1/8. 8.311 @ 86.37
1/4. 12.861 @ 109mph

Evo 9
60ft. 1.587
1/8. 7.118 @ 95.75mph
1/4. 10.968 @ 133.54mph

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #10 on: August 09, 2010, 09:30:42 »
Hæ.
  Takk fyrir kommentin, en þetta er munurinn hvoru megin brautar eru... ég hef verið mikið áhorfendamegin.

  En það skeði samt nokkuð merkilegt í keppninni í gær..  Kiddi Rúdolfs fór 9,2 sek á 148 mph..  og er að sýna hvað svona vel sett upp Turbo dæmi skilar.
   Okkur þótti mjög gott þegar Stjáni Skjol fór 9,35 í götubílakeppninni par vikum áður.. með 572 og "Húffer"
Og þá hlýtur að vera enn betra að fara 9,2? með rétt rúm 400 cid og Turbo, með flatt húdd og "brettaskífur" miðað við kappakdtursdekkin hjá Stjána.
  (auðvitað er ég að pota í Kristján, hann þolir það ekki vel, og þetta ætti að duga til að fá hann til að setja "stóra blásarann" á og mæta í næstu keppni)
   Nú er næst á dagskrá hver verður á undan í 150+ og hvor verður á undan í 8 sek...

En það kafnaði annars nokkuð í þessum ofurkörlum hvað Garðar var að ná á Road runnernum sínum.  10,3 er held ég mjög gott á small block götubíl, fyrir utan hvað hann er flottur hjá kallinum...
  En til lukku báðir tveir..

Valur Vífilss með málverk...   
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #11 on: August 09, 2010, 10:58:43 »
Hæ.
  Takk fyrir kommentin, en þetta er munurinn hvoru megin brautar eru... ég hef verið mikið áhorfendamegin.

  En það skeði samt nokkuð merkilegt í keppninni í gær..  Kiddi Rúdolfs fór 9,2 sek á 148 mph..  og er að sýna hvað svona vel sett upp Turbo dæmi skilar.
   Okkur þótti mjög gott þegar Stjáni Skjol fór 9,35 í götubílakeppninni par vikum áður.. með 572 og "Húffer"
Og þá hlýtur að vera enn betra að fara 9,2? með rétt rúm 400 cid og Turbo, með flatt húdd og "brettaskífur" miðað við kappakdtursdekkin hjá Stjána.
  (auðvitað er ég að pota í Kristján, hann þolir það ekki vel, og þetta ætti að duga til að fá hann til að setja "stóra blásarann" á og mæta í næstu keppni)
   Nú er næst á dagskrá hver verður á undan í 150+ og hvor verður á undan í 8 sek...

En það kafnaði annars nokkuð í þessum ofurkörlum hvað Garðar var að ná á Road runnernum sínum.  10,3 er held ég mjög gott á small block götubíl, fyrir utan hvað hann er flottur hjá kallinum...
  En til lukku báðir tveir..

Valur Vífilss með málverk...   

Hvaða rokkur er í götu hlauparanum :?:
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #12 on: August 09, 2010, 12:28:57 »
Minnir að það sé 426 small block mopar, sem er auðvitað the superior small block :)
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #13 on: August 09, 2010, 12:49:40 »

En það kafnaði annars nokkuð í þessum ofurkörlum hvað Garðar var að ná á Road runnernum sínum.  10,3 er held ég mjög gott á small block götubíl, fyrir utan hvað hann er flottur hjá kallinum...
  En til lukku báðir tveir..

Valur Vífilss með málverk...   
Það kom sko ekkert á óvart,þetta er ekkert smá flottur mótor (og bíll að sjálfsögðu) hjá Garðari,426cid 14 í þjöppu,flott hedd ofl gott,það lá ljóst fyrir að hann átti mikið inni þegar hann fór 11.00 á 129mph í freti og fúski,10.20 næst á dagskrá hjá Gæa það er ljóst  8-) 8-)
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Daníel Már

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 431
  • Turbooo
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #14 on: August 09, 2010, 15:00:18 »
Geggjað hjá þér Kiddi!!  \:D/  \:D/
Daníel Már Alfredsson

Evo 3
60ft 1.660
1/8 7.52 @ 92mph
1/4 11.72 @ 115mph

Civic Type R
60ft. 1.993
1/8. 8.311 @ 86.37
1/4. 12.861 @ 109mph

Evo 9
60ft. 1.587
1/8. 7.118 @ 95.75mph
1/4. 10.968 @ 133.54mph

Offline 69Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 216
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #15 on: August 10, 2010, 09:55:40 »
"Okkur þótti mjög gott þegar Stjáni Skjol fór 9,35 í götubílakeppninni par vikum áður.. með 572 og "Húffer" "

Götubíll á pari við bílana hjá þeim Kidda, Frikka  ?  Þeim fyrir norðan er mjög umhugað um öryggi bíla og að öll smáatriði þurfi að vera til staðar í keppnistækjum sem fara eftir brautinni okkar, eins og dæmin sanna.

Stjáni þarf þá að :

Fá skoðun á blásara sem stendur nánast upp á topp á bílnum, þ.e. byrgir útsýni ökumanns.
Skipta um stóla í bílnum, keppnisstólar þurfa að vera þar til staðar með háu baki.
Handbremsa þarf að vera til staðar í bílnum
Rúðuþurkur og búnaður sem því tengist
Pústkerfi ekki löglegt
Framgrind í bílnum er ekki lögleg, vantar í hana upprunalegt miðjustykki
Nú ef bílinn fer hraðar en 8.5 þá þarf að smíða í hann "funny car cage" og bæta við fleiri rörum í kring um ökumann.

osfrv.



Ari Jóhannsson
1969 Camaro, N/A   8.55 ET / 160,7 MPH., 5.34 /130.0 MPH 1/8, 1.22 60ft.

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #16 on: August 10, 2010, 10:12:39 »
Sumsé sami listi og hjá þér plús búr og stólar og mínus stýrisgangur o.sfrv?  :D

Þið fyrirgefið en ég sé ekki hvernig þessi póstur passar inní umræðuna.. það vita allir að þetta er ekkert sama
dæmið hjá Stjána og Kidda og allir sammála um að þetta er gríðarlega flottur árangur hjá Kidda  =D> og sennilega
bara það flottasta sem hefur verið gert á þessu skeri.

En vissulega er erfitt að standast það að grípa öll tækifæri til að skjóta á þá sem geta ekki svarað fyrir sig :D

Vesenfríar virðingarkveðjur að norðan, 'Cuda Steve  8-)
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline 69Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 216
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #17 on: August 10, 2010, 10:44:25 »
Sumsé sami listi og hjá þér plús búr og stólar og mínus stýrisgangur o.sfrv?  :D

Þið fyrirgefið en ég sé ekki hvernig þessi póstur passar inní umræðuna.. það vita allir að þetta er ekkert sama
dæmið hjá Stjána og Kidda og allir sammála um að þetta er gríðarlega flottur árangur hjá Kidda  =D> og sennilega
bara það flottasta sem hefur verið gert á þessu skeri.

En vissulega er erfitt að standast það að grípa öll tækifæri til að skjóta á þá sem geta ekki svarað fyrir sig :D

Vesenfríar virðingarkveðjur að norðan, 'Cuda Steve  8-)


Nú ein sem þið hélduð að væri að hjá Stjána voru bara dekkin, til að hann gæti keppt við hina götubílana í KOTS ?  Þú ert varla búinn að gleyma því hvernig þú lést hérna á netinu í fyrra ?
« Last Edit: August 10, 2010, 10:46:16 by 69Camaro »
Ari Jóhannsson
1969 Camaro, N/A   8.55 ET / 160,7 MPH., 5.34 /130.0 MPH 1/8, 1.22 60ft.

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #18 on: August 10, 2010, 12:42:22 »
Ég man vel hvernig það var, hinsvegar voru allir póstar frá mér kurteisir og málefnalegir, þú áttir persónulegu skotin skuldlaust.
En við skulum ekki vera að vekja það rifrildi upp aftur, það er frekar tutchy skilst mér og löngu útrætt  8-)

Ég var bara að benda á það væri skrítið að hrauna yfir hann í þessum þræði þar sem er verið að tala um tíma í HS flokki þar sem hann
passar inn með rúðuþurrkum og að skifta út stórum et-street slikkum fyrir minni og öflugri et-drag.

Sér í lagi afþví að hann var bara rétt nefndur á nafn í stórri upptalningu þar sem var einmitt verið að tala um að Kiddi ætti betri tíma
á sínum götubíl  :roll:

Mér fannst þetta bara stórskrítið komment í samhenginu og benti á það, ekki fara alveg í hnút.  :-"
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline 69Camaro

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 216
    • View Profile
Re: Hvað er svona mekilegt við það........
« Reply #19 on: August 10, 2010, 13:09:09 »
Þessi póstur er ábending til Stjána um hvað mætti betur fara ef hann ætlar að keppa og bera sinn bíla saman við ákv. bíla, þ.e. alvöru götubíla með fulla skoðun. Hvergi er hraunað yfir neinn í póstinum, hvar lastu það út úr póstinum ?  "Götubíll á pari", þýðing á íslensku = samskonar.  Sem bílinn hans Stjána er ekki. 4 link , full backhalf bíl er ekki hægt að bera saman við óbreyttum stock suspensin bíl.

Hvenær megum við búast við þér með þinn bíl á brautina hér fyrir sunnan, er það ekki blásarabíll ? 
« Last Edit: August 10, 2010, 13:14:25 by 69Camaro »
Ari Jóhannsson
1969 Camaro, N/A   8.55 ET / 160,7 MPH., 5.34 /130.0 MPH 1/8, 1.22 60ft.