Þegar Herman er að tala um að bensínið sé rannsakað hér og sagt vera í lagi þá er ekki octan gildið athugað. Það er ekki hægt að skoðað octangildið hér á landi og þarf að senda það til Bretlands hef ég eftir heimildum.
Svo er bensínið sem er flutt hingað mjög mismunandi á milli sendinga. Olíufélögin setja alskonar bætiefni í sullið til að það standist lágmarks gæðastaðla hjá þeim.
Ég tók 98oct uppá ártúnshöfða og gat keyrt fínt boost á því. Datt ekki í hug að taka sullið á lækjargötunni í hafnarfirði.
Það væri síðan gaman að vita hvaða bætiefni eru sett í vpower95 því þetta er sama 95 bensínið og öll hin félögin eru með nema með bætiefnum sem eru sett í hér á landi.
Varðandi e85 held ég að það sé alveg gleymt mál. Það er stillt meira inná vetni og rafmagn þegar það er verið að horfa til endurnýtanlegra og umhverfisvænna orkugjafa hér á landi. Ég væri samt mikið til að fá það á dælu