Sælir,
ég lenti í því að taka bensín á Supruna eins og Gummi sagði hér frá fyrr í þræðinum og sem betur fer þá vorum við akkúrat á leiðinni að stilla bílinn og sáum að ekki var allt í lagi...
En ég hafði samband við Herbert í N1 sem sér um að rannsaka bensínið og hann sagði mér að það væri ekkert að þessu bensíni. Þegar ég spurði hann hvernig stæði þá á því að við hefðum nokkrir lent í sama vandamáli á svipuðum tíma og það strax eftir að við tókum bensínið á þessari stöð þá varð hann bara pirraður og nennti varla að tala við mig! Hann sagði að á meðan það rigndi ekki yfir þá kvörtunum þá yrði ekkert meira gert í þessu máli! Ég reyndi að útskýra fyrir honum að þetta vandamál kæmi ekkert fram í venjulegum bílum og þá aðalega vegna þess að fólk hefur ekki hugmynd um að bíllinn sé að forkveikja og í venjulegum bílum þá seinkar bara vélartölvan kveikjunni ef hún skynjar forkveikju.... Ég sagði honum að það væri klárt mál að þetta bensín væri ekki að ná þessari okt. tölu sem það ætti að vera og það langt frá því! Þegar ég sagði honum síðan að ég hefði tappað bensíninu af bílnum og hvort þeir myndu þá getað endurgreitt það þá spurði hann hvort ég ætti ekki einhvern annan bíl sem ég gæti sett það á!
En ég nenni nú ekki að skrifa allt eftir honum hér en eftir þetta samtal við hann Herbert þá varð mér allavega ljóst að þeir eru ekkert að taka okkur trúanlega vegna þess hvað við erum fáir sem eigum öfluga túrbóbíla sem höfum græjur til að fylgjast með því hvað er að gerast í mótorinum í rauntíma!
Hér eftir hald ég að það sé best að láta vita hér á spjallinu ef menn lenda í svona veseni svo við getum sniðgengið þær bensínstöðvar, því eftir að sjá hvernig þeir taka á svona málum þá er ég viss um að þeir færu nú alldeilis ekki að borga þér fyrir ónýtan mótor vegna ónýts bensíns!!!!!