Kvartmílan > Almennt Spjall
VARÚÐ 98OKT Bensínið á N1 við lækjargötu í Hfj er ónýtt
Kiddi:
Þetta er ferlegt að geta ekki treyst á að fá gott bensín á þessum blessuðu stöðvum......
Racer:
er ekki málið að við viljum vita hver mon talan er á þessu innflutnabensíni í stað þess að miðað við Ron töluna.
við fáum að vita hver mon talan er og hver ron talan er á keppnisbensíni og langflestir vilja fá að vita mon töluna (Motor Octane Number)
annars er ég sammála með fá E85 í almenningssölu hér á landi , við getum nú ekki verið á eftir nágrannaþjóðum okkar í skandinaviu í þessu.. meira segja ódýrara þar E85 sum staðar en 95 og 99 vpower og diesel :) + mengar minna..
Lolli DSM:
Þegar Herman er að tala um að bensínið sé rannsakað hér og sagt vera í lagi þá er ekki octan gildið athugað. Það er ekki hægt að skoðað octangildið hér á landi og þarf að senda það til Bretlands hef ég eftir heimildum.
Svo er bensínið sem er flutt hingað mjög mismunandi á milli sendinga. Olíufélögin setja alskonar bætiefni í sullið til að það standist lágmarks gæðastaðla hjá þeim.
Ég tók 98oct uppá ártúnshöfða og gat keyrt fínt boost á því. Datt ekki í hug að taka sullið á lækjargötunni í hafnarfirði.
Það væri síðan gaman að vita hvaða bætiefni eru sett í vpower95 því þetta er sama 95 bensínið og öll hin félögin eru með nema með bætiefnum sem eru sett í hér á landi.
Varðandi e85 held ég að það sé alveg gleymt mál. Það er stillt meira inná vetni og rafmagn þegar það er verið að horfa til endurnýtanlegra og umhverfisvænna orkugjafa hér á landi. Ég væri samt mikið til að fá það á dælu :)
Buzy84:
Það er greinilega ekki í lagi 98okt á þessari stöð, ég hef snúið öllum mínum viðskiptum til Shell í V-power 95 og ættla að keyra á því og sjá hvað setur, ef það hentar ekki er það bara OLIS með 98okt ( virkaði vel þegar ég tók það )
Ég vona að N1 menn taki á þessum málum þar sem þetta er ekki eindæmi hér á ferð,
1965 Chevy II:
98okt hjá olís og N1 er samt af sama tanknum í Örfyrisey.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version