Kvartmílan > Almennt Spjall

VARÚÐ 98OKT Bensínið á N1 við lækjargötu í Hfj er ónýtt

<< < (8/12) > >>

Daníel Hinriksson:

--- Quote from: Hermann N1 on July 10, 2010, 15:48:50 ---Sæll Daníel

Það væri fróðlegt að vita hvaða bensín þú notar dags daglega á þennan bíl og hvað á að breytast við að taka 98okt?


Til fróðleiks þá erum við að skoða með að framleiða race bensín sem væri vel yfir 100 oktane. Verði það klárað með ásættanlegum árangri þá látum við vita hér á spjallinu.

kv. Hermann N1

--- End quote ---


Sæll Hermann

Ég notaði alltaf 99okt. v-power en þar sem það er ekki lengur í boði þá færði ég mig yfir í 98okt. og það var ekkert verra en v-powerið en þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi á lélegu bensíni.

En munurinn á þessu með oktane töluna er hversu mikið ég get látið túrbínuna blása. Á 98okt. þá er hún að blása allt að 20psi. en svo hef ég notað bensín frá Sunoco sem heitir Max Nos og er 119okt. (119RON,113MON). Þá er hægt að auka boostið í 35psi. En það er ekki þörf á svo hárri oktane tölu en ég á eftir að sjá hvað ég kemst neðarlega með hana, hugsa að ca.110okt sé meira en nóg.

Það væri frábært framtak ef þið færuð að bjóða uppá race bensín ef það væri á góðu verði!  =D>

Kjarri:
Ég lenti í sama vandamálinu í fyrra á sömu stöð... Tappaði því af og tók svo 98 niðrá n1 hringbraut þar sem ég hafði tekið áður og var það í lagi þar.

Ég hafði samband við n1 um þetta, þeir sögðust ætla taka sýni af 98okt dælunum á lækjargötu síðan var haft samband við mig og sögðu þeir að bensínið væri í lagi en ég var ekki sammála þeirri niðurstöðu og vildi í það minnsta fá þessa ca.40l bætta, bauðst til að skila þeim sullunu sem ég var með á brúsum.

Þeir vildu ekkert gera fyrir mig..... Þannig að ég nennti ekki að standa í þessu röfli við þá fyrst ekkert mark var tekið á manni, en núna er hópur viðskiptamanna að kvarta og sama sagan er að endurtaka sig.....

Núna er maður alveg búinn að missa áhugan á að versla eldsneyti af þessu fyrirtæki og ætla ég að ráðleggja mönnum að færa viðskipti sín annað.

Kv,
Kjartan V.

Heddportun:
Kom fyrir mig 2007 minnir mig á sömu stöð og líka í Kóp,það er greinilegt að tankurinn á þessari stöð er ekki að funkera með öndun eða þá að bætiefnin sem þið setjið í sé ekki að blandast nægilega vel en sennilega er það þessi tankur eða einfaldlega að þetta er næsta stöð við brautina og allir taka bensín þar

Nennti ekki að kvarta heldur ætti viðskiptum við N1

Heddportun:
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=34454.0

http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=27004.0

Daníel Hinriksson:

--- Quote from: Kjarri on July 10, 2010, 21:57:19 ---Ég hafði samband við n1 um þetta, þeir sögðust ætla taka sýni af 98okt dælunum á lækjargötu síðan var haft samband við mig og sögðu þeir að bensínið væri í lagi en ég var ekki sammála þeirri niðurstöðu og vildi í það minnsta fá þessa ca.40l bætta, bauðst til að skila þeim sullunu sem ég var með á brúsum.

Þeir vildu ekkert gera fyrir mig..... Þannig að ég nennti ekki að standa í þessu röfli við þá fyrst ekkert mark var tekið á manni, en núna er hópur viðskiptamanna að kvarta og sama sagan er að endurtaka sig.....

Núna er maður alveg búinn að missa áhugan á að versla eldsneyti af þessu fyrirtæki og ætla ég að ráðleggja mönnum að færa viðskipti sín annað.

Kv,
Kjartan V.

--- End quote ---

Það væri gaman að vita hvað þarf marga til þess að kvarta þannig að tekið sé mark á okkur!!

Ég er með 55lítra af ónýtu sulli í tunnu og þori ekki að setja þetta á annan bíl og ekki vildu þeir endurgreiða mér það!!

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version