Kvartmílan > Almennt Spjall

VARÚÐ 98OKT Bensínið á N1 við lækjargötu í Hfj er ónýtt

(1/12) > >>

Buzy84:
Sæl Öll,

Í gær lenti ég í því óhappi að kaupa ónýtt bensín á N1, ég tek allrei 98OKT á N1 en gerði það í gær þar sem ég bý í næsta húsi við N1 og var að leið uppá braut að keppa, tankurinn var nánast tómur og tók ég 35ltr áður en ég fór uppá braut, strax í fyrstu ferð fór bílinn að freta allveg á fullu og boostið hrundi niður úr öllu valdi, eftir runnuð kom Gummi 303 og fékk að sitja í eina ferð og eftir að hafa heyrt hvernig bílinn lét spurðan hvort ég hefði nokkuð tekið 98OKT á N1 í HFJ, því kvöldið áður tók hann sama bensín á sama stað á Súpruna hans Danna og fór allt í steik og sama fret og var í mínum,

Keppnin hálfpartin eyðilagðist hjá mér og þurfti ég að keyra á 0,4bar í stað 1,5bar.

Þess má geta að Boggi sem er á LS1 RX8 bílnum tók líka 98OKT á sama tíma og ég,,, árangurinn var langt frá hans besta tíma þrátt fyrir að vera skjóta 100hp nítró inn,,,,,,sem segir okkur strax að þetta bensín er HANDÓNÝTT,

Langaði að deila þessu með ykkur svo þið lendið ekki í því sama og við, ég hreinlega nenni ekki að senda N1 mail þar sem Kjarri á gráa MMC eclipse lendi í þessu líka og fór með bensínið til þeirra og gáfu N1 honum bara puttan.

Shafiroff:
Þetta er víst mjög gott til að sniffa  segja gárungarnir. Er það ekki málið Óli minn.

1965 Chevy II:
Ekki gott að heyra þetta,ég hef notað þetta eingöngu og án vandræða en ég er reyndar bara með 10.25:1 þjöppu og engan poweradder.
Hefurðu verið á V-power 99 hingað til Óli? Er Skeljungur ekki hættur að flytja það inn núna,V-power 95okt komið í staðin.

Einar K. Möller:
Bjössi Mótor var að tala um þetta við mig uppá braut líka í gær, keypti á sama stað og lenti í þvílíkum gangtruflunum o.sv.frv.

bæzi:
sælir

ég tók líka 98 á N1 hafnafirði áður en ég kom upp á braut, ég held að þetta sé bara eitthvert prump bensín......  :-# mér hefur fundist það áður...

En ég er reyndar ekki að blása neinu, og er því ekki eins viðkvæmur fyrir því eins og turbo og blower bílar en ég er að keyra með frekar háa þjöppu 11.6:1 hafði bara safe kveikju.

En þetta er alveg stór hættulegt......  :twisted:

kv Bæzi

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version