Sælir félagar.
Dusterinn sem að Sigurjón átti var aldrei með tunnel (og Mustang-inn var 1973!).
Hann var svartur með rauðar og gular randir 340cid og 4. gíra, Hörður í Radíoraf átti síðast þann bíl og reif það sem eftir var af honum.
Hörður á líka Dusterinn sem að kallaður var "Indíjánatjaldið".
Það var hins vegar um 1980 sem að Dodge Dart Sport kom úr Sölunefndinni og hann var Hvítur með rauðum, gulum og svörtum röndum, tunnel og tveimur 660cfm Holley og "snúningsstólum".
Þessi bíll var á síðustu KK sýningunni í Laugardalshöllinni.
Þegar þessi bíll var á vellinum þá virkaði hann sæmilega, en sagan segir að allt "góða" innvolsið hafi verið tekið úr vélinni og standard stuffið sett í hana aftur áður en bíllinn fór í "nefndina".
Ég man eftir þessum bíl á rúntinum 1981 og þá gaf eigandinn í beygju og vélin fékk of mikið bensín þannig að bíllinn drap á sér og ætlaði aldrei að hafast í gang aftur.
Sá sem að átti þennan bíl á þessum tíma heitir "Viggó Valgarðsson" (ekki bróðir Hafsteins) hann átti svo seinna hvítan Mazda RX7 turbo, gamlan rallybíl sem að Eggert bílasali átti áður.
En Dart Sport-inn endaði sína daga á ljósastaur ef ég man rétt, hann er allavega ónýtur í dag.
Hér er mynd af svipuðum bíl:
Kv.
Hálfdán.