Nú er Mustanginn smá saman að verða klár. Krómlistar og nýir þéttikantar komnir á. Klæddum síðan botninn með hljóðeinangrandi suðumottum, eftir að hafa grunnað og málað er búið var að riðbæta. Settum svo teppið ofaná. Miðstöðvarkerfið komið á sinn stað. Gömlu hurðaspjöldin endurnýjuð og önnur fengin frá USA. Gerðum smá breytingar á þeim og settum Mustangs-stafi í spjöldin, eftir að hafa sagað ný úr sérstökum birkiviði. Miðjustokkur í innréttingu er nýr ásamt kassettutæki en við höldum samt áfram gamla stílnum. Mælaborðið nýtt ásamt hvalbak. Nýtt stýri frá USA. Við fengum notaðar hliðarrúður sem voru ekki alveg nógu góðar, okkur fannst of mikið um fínar rispur. En við náðum að pússa þær ágætlega upp. Tókum í gegn rúðusleða og rúðuhaldara. Krómlistar meðfram sætum eru nýir. Allur stýrisgangur er nýr. Við fengum nýjan rúðupisskút með innbyggðri dælu. Allir boltar í fremrihluta Mustangsins eru nýir. Ryð tekið úr ljósafestingum, síðan sandblásið og málað. Öll brakket og allar festingar í framsamstæðu voru teknar burt til að sandblása og sprauta. Við eyddum miklum tíma í að pússa og sprauta rúðuþurrkuarmana. Fengum nýtt fram-grill. Húddlamir pússaðar upp og sprautaðar. Þá var sett frambretti og húdd á og öll framsamstæða næstum orðin klár. Rafmagn nánast allt endurnýjað. Bensíntankur tekin úr til hreinsunnar, glerblásinn og síðan sprautaður. Bæði hásing og fjaðrir voru pússaðar, grunnaðar og sprautaðar með hertu lakki.
Þessa lista gátum við ekki fengið nýja frá USA. Við leituðum víða. Það varð því að leggja töluverða vinnu í að fá þá góða.
Allar dældir og rispur teknar úr. Síðan var krómið tekið af hjá fyrirtæki sem heitir Álverið
Síðan var listinn krómaður.
Klæddum síðan botninn með hljóðeinangrandi suðumottum, eftir að hafa grunnað og málað með hljóðeinangrandi málningarefni, er búið var að riðbæta
Miðstöðvarkerfið tekið í sundur og gert upp. Mótor og canal.
Eyddum miklum tíma í að finna réttar hosur og framleiddar í USA.
Mustanginn á leiðinni í gangsetningu til Edda.
Gangsetning.
Allur stýrisgangur nýr frá USA.
Allur bílinn klæddur með hljóðeinangrandi suðumottum, eftir riðbætingu.
Gengið var frá hátölurum. Boltuðum þá vel við stálið.
Hluti af innrétting sprautuð hjá Árna í Lakkskemmunni, annað nýtt
Miðjustokkur og kasettutæki nýtt frá USA.
Allt mælaborðið nýtt, stýrið og flesst annað nýtt eða ný sprautað með sérblandaðum innréttinga málingu
Mössuðum hliðarrúðurnar vel og vandlega.
Allir boltar í framhluta nýjir. Poleruðum hluta af þeim.
Ryð tekið úr ljósabrakketum, sandblásið og málað.
Bensíntankur tekin úr, hreinsaður og glerblásinn. Síðan sprautaður. Hásing og fjaðrir einnig pússaðar og sprautaðar.
Tókum armanna í gegn.
Lét mikinn metnað í það að gera rafmagnið mjög snyrtilegt.
Rúðupisskútur með innbyggðri dælu, fengum hann nýjan.
Festingarnar á spoilerinum krómaðar.
Plöst undir frambretti einnig frá USA, þau gömlu voru brotin.
Teiknaði geymafestinguna upp í 3-D forriti sem heitir Inventor.
Rafgeymafesting úr ryðfrýju stáli var háþrýstivatnsskorin í Tækniskurði.
Hurðaspjöldin ný ásamt ýmsum varahlutum frá USA.
Tölvuteikning af hurðaspjöldunum og geymafestingunni sem ég teiknaði í Auto-Cad.
Létum síðan háþrýstivatnsskera Mustangsstafi úr ryðfrýju stáli sem var skorið í sérvaldan birkikrossvið, Komum þessu fyrir í nýju hurðarspöldunum.
Mikill vinna fór í að gera þetta flott.
Svo small þetta allt saman í lokinn.
Nýja grillið mátað.
Hurðalistinn að koma á, allir gúmmíþéttikantar nýjir.
Brettinn tekinn í gegn hjá Árna í Lakkskemmuni.
Húddið komið á. Lamir nýsprautaðar og lagfærðar.
Létum Réttingarþjónustu Ara og Frissa í Kópavogi stilla saman framsamsstæðu.
Hér er svo myndband sem við tókum
Ford Mustang 1972 - Restored in IcelandÁætlun okkar um að Mustanginn fari á götuna í sumar virðist ætla að ganga upp. Það sem við eigum núna eftir að gera er að ganga endanlega frá pústi, fínstilla vél, skiptingu og ýmsum smá hlutum. Það sem okkur vantar í dag eru breiðar 15" felgur og dekk. Einnig vantar okkur rúðuþurrkuarmanna.
Þetta verkefni, að gera upp þennan Mustang, hefði verið mjög erfitt ef við hefðum ekki notið aðstoðar þessa frábærru fagmanna sem komu að verkinu. Allir sem einn eiga þeir þakkir skilið.