Við feðgarnir keyptum Mustanginn í Ágúst 2009, náðum við í hann til Akranes.
Ljóst var strax að töluverð vinna var að koma þessum bíl í gott ástand
Við fengum Edda K til að vera með okkur í að taka úr honum vél og skiptingu.
Þegar vélin, frambrettin og framsamstæðan voru farin burt þá kom ýmislegt í
ljós.
Þetta er skári frosttappinn, einn þeirra var plastklessa örugglega p40
Vélin var orðin töluvert slitin.
Framhlutinn var mikið ryðgaður, eins og sést.
Við ákváðum að það sem við gerðum við þennan bíl yrði gert eins vel og við
gætum.
Við tókum allan hjólabúnaðinn undan.
Eddi reddaði okkur búkka undir bílinn þannig að hægt væri að ferðast með hann,
því næst tókum af honum allann tektil þannig að hægt væri að sandblása allan
frammendann, sandblásturinn var til að hægt væri að lagfæra stálið í
frammhlutanum. Að ná tektilinum var alveg stórmál og var bílskúrinn hjá okkur eins
og svínastía að verstu gerð.
Megnið að hjólabúnaðinum fór í tunnuna nema gormarnir, bremsuskálarnar og balansstöngin
það var sandblásið, sprautað síðan með Epoxí grunn og hert
lakk yfir.
Magnús í Keflavík skipti um megnið að
botninum í miðju bílsins og skottinu. Hann fjarlægði allt ryð frá hvalbaki.
Burðarbitar að aftan voru í mjög góðu lagi þar sem þeir voru galvaneseraðir frá
upphafi og þar af leiðandi ryðlausir.
Viðgerðin á frammhlutanum var gerð hjá Réttingaþjónustunni í
Kópavogi, skipt var um innri brettin, handsmíðaðir voru styrktar og þverbitar,
hurðarstammar voru smíðaðir nýjir,framrúðukarmurinn smíðaður að hluta,allt rið
var sem sagt tekið úr fremmri hlutanum. Eftir þessa viðgerð var Mustanginn
settur í réttingarbekk og fullvissað um að hann væri réttur.Þessi viðgerð hjá
þeim var sankölluð lista smíði.
Ekki var stálið orðið gott
Hér sérst Þverbitinn sem er listasmíði
Hér er verið að stilla hann til í réttingarbekk.
Því næst fór Mustanginn til Árna í Lakkskemmuni sem sprautaði allan framendan.
Síðan settum við hjólastellið, spyrnur og stýrisganginn undir bílinn. Við tókum
allan hjólabúnaðinn og skiptum um alla slitfleti,
spindla, stýrisenda, spyrnur, bremsudælur, bremsulagnir, bremsuborða og fleira.
Liturinn á bremsuskálnum hefur reyndar orðið nokkuð umræðuefni.
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=post;board=3.0Vélin sést hér skríða saman hjá honum Edda.
Það sem við gerðum í vélarmálunum var ýmislegt, við létum renna sveifarásinn,
útveguðum okkur aðra blokk sem við létum bora í 0,40 og settum kollháa þrykkta
stimpla frá Keith Black,nýtt millihedd, heitan knastás, nýjar pústflækjur,
nýjan tímagír, olíudælu, pönnu, bensíndælu, vatnsdælu, háspennukefli,sterkari
stimpilstangir og stangarlegubolta, fengum önnur lítið notuð hedd sem var
aðeins
búið að bora út. Nýjir afgas og sogventlar, ventlasæti voru fræst og
slípuð, nýjir roller rockerarmar, stífari ventlagormar, nýjir og sterkari
stöddar er halda rokkerörmum,einnig nýjar undirlyftur og undirlyftustangir.
Eddi K sá um samsetningu á vélinni, hann stóð sig mjög vel í því.
Skiptingin fór í alsherjar upptekt og öllum slit og dælubúnaði skipt út.
Vatnskassinn kom nýr ásamt niðurgíruðum startara og altanitor og framrúðan
Við þurftum að smíða nýjan og oflugari skiptingarbita
Hér er gamli startarinn, fengum nýjan niðurgíraðan.
Svo lýtur þetta svona út núna
Erum núna að bíða eftir kveikjunni, hosum og innréttinguni
frá USA, ekki er eldgosið að hjálpa til.
Mustanginn verður vonandi kominn á götuna um mitt sumar.
Eina sem okkur vantar eru hliðargluggar og -listar og breið 14” dekk.
Fleiri myndir á
http://www.flickr.com/photos/49596130@N02/