Ég ætla að eigna mér pínulítinn heiður af þessu myndbroti ! Þannig var,að okkur félugunum í klúbbinum þótti myndefnið sem Biggi Braga var að sýna í Mótorsportþáttunum heldur einsleitt,og vildum fá hann til að sýna meira en bara tækin að puðra eftir brautinni.Á einni keppninni kom ég að máli við hann og ræddi það við hann að koma fyrir myndavél í einum bílnum til að að sýna að þetta væri engin Laugavegsrúntkeyrsla.Biggi purði hvaða bíll mér dytti í hug og sá ég fyrir mér að Roadrunnerinn hjá Fribba væri tilvalinn..beinskiftur bíll og maðurinn stór og mikill..væntanlega mikið að gerast þegar kallinn hrærði í tannhjólaboxinu ! Fribbi var auðvitað til í þetta og myndatökumennirnir komu tækjunum fyrir,og úr þessu varð þetta frábæra myndskeið !!!