Mér sýnist nú á öllu að utanklúbbs menn megi alveg lesa spjallið, og geti þar að leiðandi orðið sér út um upplýsingar um spjallið, núna þarf bara að hafa virkan upplýsingafulltrúa klúbbsins.
Mér finnst þessi lokun á spjallinu hið besta mál og kemur kannski í veg fyrir það að menn séu vælandi um eitthverjar gamlar bíl druslur sem er búið að farga og grafa leifarnar útá túni á seyðisfirði.
K.v.
Heyrðu stubbur... Pókémon hringdi, honum vantar leikfélaga í sandkassan. Geturðu ekki bara verið þar með slefið og skófluna ef þessir þræðir fara svona í taugarnar á þér?
Annars veit stjórn alveg hvað mér finnst um að loka þessu spjalli, það eru aðallega tveir þar sem hafa langað að loka þessu spjalli í langan tíma og hafa bent á neikvæðar umræður um KK. Er þó ekki skárra að fá gagnrýni og getað svarað fyrir hana á sínu eigin spjalli en að fá neikvæðar umræður á öðrum stöðum og getað ekki svarað fyrir sig?
Menn verða að geta tekið gagnrýni og svarað þá fyrir sig ef þeim finnst raglega að sér vegið. Ég er búinn að vera meðlimur í KK síðan 2001 eða 2002 og mun ég ekkert hætta því þó þessi ákvörðun verði tekinn. Ef að það er verið að hugsa að ná meiri aur í félagsgjöldin er ég þó viss um að þetta er ekki rétta leiðin. Ég veit ekki hvort að stjórn gerir sér grein fyrir þessu, en þetta spjall er spjall gríðarlega víða lesið og flettingar miklar, einmitt út af þráðum sem ekki tengjast KK á beinan hátt, og aðeins lítill hluti þeirra sem skoða og lesa það tjá sig hérna, og að loka á það nema fyrir greidda meðlimi finnst mér hreint út sagt ekki góð hugmynd, með hagsmuni KK að leiðarljósi. Með þessum gjörningi mun umferð um vef KK sem og umræður og flettingar minnka gríðarlega og fólk færa sig annað. Vefur KK er aðallykill KK til almennings þar sem aðeins um 5-10 manns mæta á félagsfundi, og fyrir mitt leyti, sem og annara sem nota þetta spjall mjög mikið myndi ég t.d. þá íhuga að opna spjallsvæði þar sem öllum væri frjálst að tala um það sem hefur verið gert hér á spjallborðum KK nánast frá stofnum þess.