Þessi fór á númer í dag og fékk fulla skoðun.
Búið að fara slatti af tíma og peningum í græjuna. Allt nýtt í stýrisbúnaði og fjöðrun (fyrir utan gorma og dempara), nýtt stýri, ný öryggisbelti, ný afturrúða, búið að laga til rafmagn.
Svo er ég búinn að kaupa þau ryðbætistykki sem ég sé að þarf, þ.e. bita aftast og fjaðrahengsli, hvalbak og fremra gólf. Einnig er ég búinn að láta gera við bensíntankinn þar sem hann lak.
Í vetur fer hann svo í frekari skverun hvað body og málningu varðar.