Kvartmílan => Ford => Topic started by: jón ásgeir on February 28, 2010, 20:04:35

Title: annar 1966 Mustang
Post by: jón ásgeir on February 28, 2010, 20:04:35
Sælir við sáum þennan Mustang hjá Bílageiranum hér fyrir Sunnan..
Ef við hefðum ekki kíkt á hann þá veit ég ekki hvernig hann hefði orðið að innan því bílstjóra hurðinn var hálf opinn á honum og hann var fullur af snjó.Svo við skófum mesta snjónn úr honum.
Og lokuðum Hurðinni.
Læt nokkrar myndir fylgja
P.S veit einhver hver á þennan
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Moli on February 28, 2010, 20:39:25
Held að þetta sé PI-U46, innfluttur 2008 og í eigu Jón Þórs í Keflavík sem flutti inn 6cyl '65 ljósbláa fastbackinn.
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: jeepson on February 28, 2010, 20:57:21
Ég skal alveg taka það að mér að eignast þennan  :mrgreen:
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Moli on February 28, 2010, 20:59:47
Hann er meira að segja á sömu felgum og dekkjum og ljósblái 6cyl fastbackinn sem hann (Jón Þór) flutti inn.  :wink:
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on February 17, 2011, 11:16:00
Ég á þennan núna :)
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: emm1966 on February 17, 2011, 15:43:35
Til hamingju kjartan!

Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Gummari on February 17, 2011, 21:17:11
til hamingju með það verð að kíkja á þig við tækifæri og skoða  8-)
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Buddy on February 18, 2011, 12:33:55
Já sæll!! Til hamingju með það!!

Kveðja,

Björn
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on August 03, 2011, 21:17:43
Þessi fór á númer í dag og fékk fulla skoðun.

Búið að fara slatti af tíma og peningum í græjuna. Allt nýtt í stýrisbúnaði og fjöðrun (fyrir utan gorma og dempara), nýtt stýri, ný öryggisbelti, ný afturrúða, búið að laga til rafmagn.

Svo er ég búinn að kaupa þau ryðbætistykki sem ég sé að þarf, þ.e. bita aftast og fjaðrahengsli, hvalbak og fremra gólf. Einnig er ég búinn að láta gera við bensíntankinn þar sem hann lak.

Í vetur fer hann svo í frekari skverun hvað body og málningu varðar.
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on August 03, 2011, 21:19:42
og nokkrar fleiri myndir
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Moli on August 03, 2011, 23:01:14
Góður, til hamingju Kjarri.  :wink:
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on October 29, 2011, 20:44:39
Vetrar (og reyndar hugsanlega lengra  :)) projectið komið á fullt

Mótorinn kominn úr, búið að rífa af bílnum.
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on October 29, 2011, 20:46:36
Kominn í sandblástur, eitt eða tvö göt á honum  :)
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on October 29, 2011, 20:49:30
Og nokkrar til...
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: simmi33 on October 29, 2011, 22:31:38
þetta verður snilld hjá þér  8-)
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Hr.Cummins on October 29, 2011, 23:27:39
Laglegt !
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Buddy on November 01, 2011, 10:37:57

Kemur þessi á götuna 20.apríl 2012?  :wink:

Kveðja,

Björn
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Moli on November 01, 2011, 11:56:05
Flott Kjarri, hver blés hann fyrir þig?
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on November 01, 2011, 20:00:07
Þeir hjá blastur.is

Gerðu þetta bara ansi vel svo ég segi sjálfur frá.

Flott Kjarri, hver blés hann fyrir þig?
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on November 01, 2011, 20:06:59
Bíllinn kominn heim í skúr og búið að grunna þar sem ég kemst ekki með hann strax í ryðbætingu

Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on November 01, 2011, 20:10:18

Kemur þessi á götuna 20.apríl 2012?  :wink:

Kveðja,

Björn

Það væri amk. ekki leiðinlegt  :)

En hugsanlega frekar bjartsýnt
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on November 26, 2011, 19:40:35
Aðeins að dunda í mótor...

Mótorinn í bílnum er 1968 302 Ford
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on January 17, 2012, 20:58:16
Smá meira mótordund. Flækjur og ventlalok komin á öðru megin.
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Gunnar S Kristjásson on January 19, 2012, 20:10:15
glæsilegt =D>
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on January 28, 2012, 22:39:50
Búið að skipta út gólfinu (fyrir utan frampartinn) og byrjað á afturhluta.
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Sterling#15 on January 29, 2012, 11:32:45
Þetta verður alveg stórglæsilegt.  Er bíllinn sem sagt komin til Magga í ryðbætingu?
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on January 29, 2012, 16:12:00
Þetta verður alveg stórglæsilegt.  Er bíllinn sem sagt komin til Magga í ryðbætingu?

Já, bíllinn er þar núna  :D
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Moli on January 29, 2012, 18:09:10
Allt á réttri leið greinilega!  8-)
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on January 31, 2012, 17:01:58
Bitinn fyrir neðan afturrúðuna fór af í gær ásamt ristinni yfir hvalbakinn.

Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on February 11, 2012, 20:21:15
Bitinn fyrir neðan afturrúðuna farinn í, afturendinn (og reyndar fleira) farinn af :)
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on February 13, 2012, 22:12:29
Afturgaflinn kominn í ásamt öllu skottinu. Annað afturbrettið er einnig komið á og hitt farið af.
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on February 23, 2012, 09:36:30
Þá er afturendinn alveg klár, skipt um bæði afturbretti, afturgafl, allt í skotti, hluta af hjólaskálum ásamt bita fyrir neðan afturrúðu. Einnig búið að klára hvalbakinn farþegamegin ásamt öllu því tengt.
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on February 23, 2012, 09:52:02
Gaman að benda á það að bíllinn er kominn með Torque box farþegamegin (sést á mynd 4 í síðasta pósti), fer líka í bílstjóramegin á næstu dögum.
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Gunnar S Kristjásson on February 23, 2012, 12:20:51
glæsilegt  =D>
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: SPRSNK on February 23, 2012, 12:40:03
Það virðist á þessum myndum að "grunninn" af bílnum hafi nánast verið hægt að taka í nefið!

Greinilega nóg að gera!
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Þórður Ó Traustason on March 14, 2012, 18:20:18
Jæja er þessi þá loksin kominn í hús ryðbættur og fínn?Þetta virðist hafa verið mikil vinna hjá Magga og gaman að sjá hann endurfæðast.
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on February 07, 2013, 14:30:31
Jæja, þá er maður aðeins farinn að dusta rykið af græjunni.

Fékk á sig smá grunn og svo lit í vélarsal og skott í gær. Næst á dagskrá er að mála gólf og botn. Henda svo mótornum í ásamt nýju rafkerfi.

Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Buddy on February 07, 2013, 15:30:41
Þetta boddí er flott í svörtum lit  8-)
(http://farm8.staticflickr.com/7074/7363221366_cf16bd70c5_z.jpg)

Kveðja,

Björn
PS. veit að þessi á myndinni er ´65 en hann lúkkar svipað  :wink:
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on February 07, 2013, 15:54:03
Það er rétt, þessi er ekki slæmur :)

Þetta boddí er flott í svörtum lit  8-)
(http://farm8.staticflickr.com/7074/7363221366_cf16bd70c5_z.jpg)

Kveðja,

Björn
PS. veit að þessi á myndinni er ´65 en hann lúkkar svipað  :wink:
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: 70 olds JR. on February 07, 2013, 17:42:13
Hvernig vél er þetta og árgerð?
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Þórður Ó Traustason on February 07, 2013, 18:45:11
Kjartan þú átt að hafa hann dökk bláann ekkert að vera að spá í svona svart.
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Buddy on February 08, 2013, 00:18:26
Reyndar er Midnight Mist Blue alveg klikkaður  :wink:

(http://farm8.staticflickr.com/7046/6990341839_6878c6b282_z.jpg)

Kveðja,

Björn
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on February 10, 2013, 00:08:07
Gamla rafkerfið komið úr og rétt byrjaður á því nýja.
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on March 04, 2013, 10:49:39
Rafkerfið meira og minna komið í bílinn. Skipti um köggul í hásingunni og allt nýtt komið í bremsur (þ.m.t. allar lagnir)

Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on April 01, 2013, 21:42:44
Mótor kominn í ásamt nýjum Hooker flækjum. Það er enginn afgangur af plássi meðfram svona flækjum verður að segjast.
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on April 01, 2013, 21:51:20
Tvær til
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on May 07, 2013, 11:38:32
Tvær myndir frá Mustang sýningunni.

Síðan þær voru teknar er bíllinn orðinn gangfær og búið að smíða undir hann púst. Pústið var smíðað hjá BJB og saman stendur af Hooker long flækjum, Bassani X-Pipe og Cherry bomb glasspack kútum.
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on May 08, 2013, 23:21:53
Fékk lánaðar Torq Thrust II felgur undir bílinn, rétt til að máta. (Mynd 1: Torq Thrust, Mynd 2: Felgurnar undir bílnum núna, Mynd 3: séð aftan frá)
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Ramcharger on May 10, 2013, 10:05:11
Torq Thrust II ekki spurn 8-)
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on November 03, 2013, 23:08:34
Export brace og monte carlo bar komið í.
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on November 03, 2013, 23:10:36
Bretti komin á ásamt ljósarömmum og framsvuntu.

Skipti líka um einn ljósabotn
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on January 23, 2014, 22:20:37
Þessi fékk að rúnta á milli skúra í dag. Náði aðeins að strika göturnar líka.

Næst á dagskrá er smá sparsl, grunnur og jafnvel málning og glæra

Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Hr.Cummins on January 25, 2014, 04:25:12
Rosalega flottur.... þó að ég sé ekki Mustang fan... þá finnst mér það virkilega :mrgreen:

Ég á samt bágt með að verjast orða.... hvaða drif er þetta eiginlega, finnst þetta voðalega pjáturslegt ?
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on January 25, 2014, 10:11:54
Þetta er bara ósköp hefðbundin 8" Ford Mustang hásing.
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Hr.Cummins on January 27, 2014, 19:04:57
Ok, finnst differential carrier-inn eitthvað svo weak að sjá...

En lystilega flottur bíll :)
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on March 01, 2014, 22:13:37
Þetta skríður áfram
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Ramcharger on March 01, 2014, 23:50:54
 =D>
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Hr.Cummins on March 02, 2014, 04:20:49
Glæsilegur bíll....
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on March 03, 2014, 21:22:01
Smá skemmtun... Milljónasti Mustanginn var framleiddur 23. febrúar 1966, sem er sami dagur og minn var framleiddur.
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on April 14, 2014, 12:26:49
Kominn litur á bodyið

Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: Ramcharger on April 16, 2014, 06:30:00
 8-)
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on June 26, 2015, 10:46:04
Þessi fékk nýja skó í dag.

Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: SPRSNK on June 26, 2015, 11:32:41
Gaman að sjá hvernig Mustanginn hefur þróast frá því að þú byrjaðir að gera hann upp.

Hann er orðinn mjög flottur hjá þér!
Title: Re: annar 1966 Mustang
Post by: kjh on June 26, 2015, 11:40:25
Gaman að sjá hvernig Mustanginn hefur þróast frá því að þú byrjaðir að gera hann upp.

Hann er orðinn mjög flottur hjá þér!

Takk fyrir það Ingimundur.