Kvartmílan > Aðstoð
Hitavandamál
Kristján Stefánsson:
Í gær aftengdi ég miðstöðina og fjarlægði vatnslásinn og hann skánaði við það en þó ekki nóg.
Í dag setti ég hann í gang og lét hann ganga hægagang og tók tappan af vatnskassanum (hæðsti punktur) og vonaðist til að loftið færi af honum, eftir það fór ég einn stuttan rúnt með sömu niðurstöðu og áður :( *auk þess er hellings trukk a dæluni, amk miðað við bununa sem ég sá þegar ég horfði niður í tappa gatið.
Hrólfur ég er ekki með neitt flatreimarusl á þessu því miður :mrgreen:
P.s. Það var 350 i honum hjá mér og þá var aðalvandamálið að fá hann til að hitna á vinnsluhita svo þetta er algjörlega nýtt fyrir mer :lol:
K.v.
cv 327:
Sæll Kristján.
Er stútur fyrir miðstöðina upp úr milliheddinu? Ef svo þá gæti verið lofttappi þar. Prófaðu að hafa opið þar þangað til vatn skilar sé þaðan út. Lenti í þessu eftir að ég setti 455 Oldsin í Cadillacinn hjá mér. Varð að hafa miðstöðvar-slönguna aftengda í dágóðan tíma, áður en vatnið skilaði sér út.
KiddiJeep:
Gæti verið lofttappi í miðstöðinni?
Ramcharger:
Hefurðu prófað að hafa lokið (vatnskassa) laust á honum?
Þá myndast ekki þrýstingur í kerfinu og gengur kaldari.
Kristján Stefánsson:
Sælir félagar
Gunnar, Já ég var með stút þar enn núna er ég með tappa (sem gæti enn haldið loftinu inni) ??
Andrés ef þetta virkar er lokið þá ónýtt ?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version