Kvartmílan > Aðstoð

Hitavandamál

<< < (3/4) > >>

cv 327:
Ég mundi allavega setja stútinn á, og eða krana til að loftæma, þarna gæti vel leynst lofttappi.
Virkar ekki annars vélin þokkalega?

Kristján Stefánsson:
Jú vélin vinnur fínt, þetta litla sem ég hef náð að prófa, Ætla að reyna að kíkja á þetta á morgunn, læt ykkur vita hvernig gengur.

Takk.

johann sæmundsson:
Boraðu gat í vatnslásinn 2 til 3 mm. Þannig ætti vélin að lofttæma sig.
Svo er gott ráð að tjakka hann upp. Big blokkin á það til að halda lofti í heddunum
sem valda svo vandræðum.

kv jói.

johann sæmundsson:
Er vélin nýsamsett (hónuð eða boruð) ef svo er þá er þetta eðlilegt.

Kristján Stefánsson:
Vélin er ekki nýboruð né hónuð, þegar ég var með vatnslásinn í var ég búinn að bora 3 3mm göt í hann, og einnig er ég búinn að setja hosu á milli vatnsdælu og millihedds. (sem mér skylst sé algjört lykilatriði á svona big block)
í dag setti ég hann í gang og tók tappa úr milliheddi og vatnshita skynjara úr, til að leita af loft-tappa en það kom bara vatnsbuna út um götin um leið, svo ég held það megi alveg útiloka loft á kerfinu núna.
En hvað er að hrella mig veit ég ekki ennþá  :-&

K.v.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version