Mönnum datt það snjallræði í hug á þessum árum að vera með breið vetrardekk en þau virkuðu eiginlega verr en orginal mjóu dekkinn en hvað gera menn ekki fyrir lúkkið.
Svo hef ég aldrei skilið þetta með að skíra bílana einhverjum skrýtnum nöfnum eins og þennan : "Bláa drottningin"
, sú minning sem ég á um þennan Mustang er að mér fannst hann ljótur á litinn og ég heyrði hann aldrei fara upp úr hægaganginum, þetta lullaði bara eins og margir aðrir Mustangar t. d. "Svarta mubblan" (Þórður Ó Trausta veit hvað ég er að tala um)
Svo héldu menn ekki vatni yfir þessu stýri, gaman að halda utan um það á ísköldum vetrarmorgnum og fór vel í hendi eða hitt þó heldur.
Svo var líka aðalmálið að hækka þessa bíla að framan og aftan svo þeir væru betri í snjónum.