Author Topic: Keppnisreglur  (Read 10315 times)

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Keppnisreglur
« Reply #20 on: February 08, 2010, 14:27:55 »
Sæll Halldór.

Hér á árum áður var notast við erlendar reglur sem var ágæt á þeim tíma. Það væri að sjálfsögðu langbest að nota erlendar reglur til að losna undan regluþrasi. Þetta hefur verið mín skoðun í all langan tíma en gallin er sá að það hefur gengið illa að finna það sem hentar okkur enda ekki nema ca 15-30 keppnistæki til fyrir utann götubíla. Ég blæs á þennan gamaldags vantraust hugsunarhátt og samsæriskenningar sem verið að ía að með því að treysta ekki reglunefnd og stjórn. Reglur eru eldfimt mál og engin stjórn kæmist upp með handvöm í þeim efnum.

Kv Ingó :)

p.s. Ég mæli með þér í reglunefnd. =D>
Ingólfur Arnarson

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Re: Keppnisreglur
« Reply #21 on: February 08, 2010, 15:13:55 »
Sæll Ingólfur

Þú virðist nú forðast eins og hægt er að ræða það sem er tekið úr lagabreytingatillögunni þinni. Þú talar um gamaldags vantraust hugsunarhátt á stjórn hann er nú ekki eldri en það að félagsmenn klúbbsins voru ekki sáttir við að fá ekki að vita hverjir væru í reglunefnd og lögðu því til breytingartillögur sem voru kosnar inn á aðalfundi 2008.
Þar var samþykkt að upplýst væri hverjir skipuðu þessa nefnd.
Þar var samþykkt að félagsmenn gætu sent inn reglubreytingartillögu.
Þar var samþykkt að reglunefnd væri ekki skipuð af stjórnarmeðlimum.

Þessi þrjú atriði ert þú að leggja til að detti út. Mín skoðun er sú að á sínum tíma var það mistök að ekki skyldi upplýst með að hverjir sætu í nefndinni sem ollu því að félagsmenn upplifðu nefndina sem einhverja leyninefnd og baktjaldamakk. Afhverju það er túlkað sem gamaldags vantraust hugsunarháttur að benda á þetta miðað við það sem upp kom þegar þetta var ekki upp á borðunum á ég erfitt með að skilja.

  Kv Kristján
__________________
Kristján Finnbjörnsson

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Keppnisreglur
« Reply #22 on: February 08, 2010, 16:04:52 »
Stjórn vildi ekki að það væri upplýst hverjir væru í reglunefnd vegna þess að stjórn vildi að reglunefnd fengi vinnufrið og að félagsmenn gætu ekki verið að trufla þeirra störf t.d. með sífelldum símtölum um að bjarga hinum og þessum bílum í flokka sem reyndist síðan raunin þegar nöfnin voru uppgefin almenningi.
Félagsmenn hafa haft tækifæri til að senda inn reglubreytingartillögur. Það var alger sprengja í reglubreytingartillögum í fyrra og ætli félagsmenn séu ekki bara nokkuð ánægðir með þær.
Þegar reglunefnd var skipuð þá voru engir meðlimir í henni í stjórn. Síðan æxlast það þannig að stjórn er ánægð með störf þeirra í reglunefnd og biður nokkra þeirra að gefa kost á sér í stjórn.
Þegar reglurnar detta inn í ÍSÍ þá hafa hvorki félagsmenn né stjórn KK nokkurt vald hvernig þessar reglur verða nema að litlu leyti og þá sem ábendingar.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Keppnisreglur
« Reply #23 on: February 08, 2010, 17:15:23 »
Sko við getum alltaf keppt undir okkar eigin reglum ef okkur sýnist svo.
Það er hinsvegar augljóst að það er æskilegt að ef það verður svo að fleiri en einn klúbbur geti haldið keppnir í þessu sporti til íslandsmeistara þá er æskilegt að reglurnar séu ekki í höndum einhvers af klúbbunum heldur í sambandi sem að klúbbarnir koma að.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Keppnisreglur
« Reply #24 on: February 08, 2010, 17:30:27 »
Sæll Ingólfur

Þú virðist nú forðast eins og hægt er að ræða það sem er tekið úr lagabreytingatillögunni þinni. Þú talar um gamaldags vantraust hugsunarhátt á stjórn hann er nú ekki eldri en það að félagsmenn klúbbsins voru ekki sáttir við að fá ekki að vita hverjir væru í reglunefnd og lögðu því til breytingartillögur sem voru kosnar inn á aðalfundi 2008.
Þar var samþykkt að upplýst væri hverjir skipuðu þessa nefnd.
Þar var samþykkt að félagsmenn gætu sent inn reglubreytingartillögu.
Þar var samþykkt að reglunefnd væri ekki skipuð af stjórnarmeðlimum.

Þessi þrjú atriði ert þú að leggja til að detti út. Mín skoðun er sú að á sínum tíma var það mistök að ekki skyldi upplýst með að hverjir sætu í nefndinni sem ollu því að félagsmenn upplifðu nefndina sem einhverja leyninefnd og baktjaldamakk. Afhverju það er túlkað sem gamaldags vantraust hugsunarháttur að benda á þetta miðað við það sem upp kom þegar þetta var ekki upp á borðunum á ég erfitt með að skilja.

  Kv Kristján

Sæll Kristján.


Er það rétt skilið hjá mér að sú stjórn sem þú situr í sé ekki treystandi!!  Og að hún starfi ekki eftir lögum félagsins!! Ef hún starfar ekki eftir lögunum er þá ekki eitthvað bogið við löginn. Lög KK eiga að vera hefðbundin að fyrirmynd ÍSÍ og það á að forðast í lengstu að breyta þeim. Keppnis reglur eiga ekki að vera í lögum félagsins.

Kv Ingó.


Ingólfur Arnarson

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Keppnisreglur
« Reply #25 on: February 08, 2010, 17:51:13 »
Ég mæli með að áhugasamir hittist á fundi í félagsheimilinu á fimmtudagskvöldið kemur og þar geta menn skipts á skoðunum og skoðað kosti og galla.

Kv Ingó
 :)
Ingólfur Arnarson

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Keppnisreglur
« Reply #26 on: February 08, 2010, 22:40:45 »
hvarnig var það Ingó þegar þú varst formaður hér fyrir nokkru breitir þú þá ekki reglum um dekk í MC svo að þú gætir komist af stað með látum bara þetta eina ár og met féllu hægri vinstri eða er það ekki rétt svoleiðis er allavega sagan :roll: :D :D
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: Keppnisreglur
« Reply #27 on: February 08, 2010, 23:46:44 »
hvarnig var það Ingó þegar þú varst formaður hér fyrir nokkru breitir þú þá ekki reglum um dekk í MC svo að þú gætir komist af stað með látum bara þetta eina ár og met féllu hægri vinstri eða er það ekki rétt svoleiðis er allavega sagan :roll: :D :D


Það vantar aldrei grínið þegar þú ert annarsvegar. :lol:

Kv Ingó.
« Last Edit: February 09, 2010, 00:02:09 by Ingó »
Ingólfur Arnarson

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Keppnisreglur
« Reply #28 on: February 09, 2010, 09:33:51 »
  :D annars væri lífið svo leiðilegt og ekki gaman að vera til :smt023
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Keppnisreglur
« Reply #29 on: February 09, 2010, 09:41:01 »
Þessi reglunefnd ætti að sjálfsögðu að vera skipuð mönnum úr öðrum akstursíþróttafélögum líka.   Ekki ákveða Haukar reglur í íslandsmeistaramóti í fótbolta, nema kannski litlum mótum sem þeir halda sjálfir (íslandsmeistari Haukamótsins)..

Þarf ekki að virkja ÍSÍ nefndina bara?  Þar eiga þessar breytingar að fara fram hefði ég haldið, eins og í öllum öðrum íþróttum.
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488