Verulega flottur þessi Galaxie! Allt of fáir svona fastback kaggar til hérlendis.
Það var boðið upp á fjórar vélar í fimm útfærslum í þessa bíla, þar á meðal sex strokka 240 cu in (3.9 L) 150 hö sem var standard vélin. Líka var hægt að fá 289 cu in (4.7 L) 200 hö og svo 390 cu in (6.4 L) 270 og 315 hö og 345 hö 428 cu in (7.0 L) FE vélar.
Til samanburðar við svipaða bíla frá Detroit þetta árið:
´67 Galaxie 500 Grunnverðið $ 2754 og þyngd 1524 kg ( 3360 pund).
´67 Dodge Charger kostaði $3128 og var 1632 kg (3600 pund)
´67 Chevy Impala Sport Coupe $3003 og viktaði 1639 kg (3615 pund).
´67 Pontiac GTO $2935 og var 1555 kg (3430 pund).
Galaxie-inn þetta árið var um 200 dollurum dýrari en 67 Mustang hardtop. Þess má geta að Thunderbirdinn kostaði næstum helmingi meira árið 1967 ($4825).
Power stýri og power bremsur voru ekki staðalbúnaður á 500 Galaxie. Það væri reyndar langt mál að telja upp hér hvað "500" stendur fyrir en og er best að láta Ford kóngum eins og Antoni og Björgvini, Sigtryggi og Hálfdáni eftir að skrifa lærða ritgerð um það. En þangað til að sú smíði birtist má sjá hér hvaða staðal- og aukabúnaður kom með þessum bílum og hvað aukabúnaðurinn kostaði:
http://www.galaxie500site.com/models/1967/galaxie500sh.phpGangi þér vel með þennan fallega bíl.
Ragnar