Kvartmílan > Aðstoð
Vandræði með startara (SBC)
Nonni:
Jamm, tókum sveran vír á á stóra tengið (bolti) frá geymi, náðum jörð í gegnum pústið og lítinn vír beint frá geymi á flata tengið (eins og um start væri að ræða).
Chevy_Rat:
Jæja Þá er ekkert annað að gera enn að rífa startara helví..ð í sundur að neðanverðu þetta er nú ekki flókið stykki og lítið sem ekkert hægt að fá nýtt inní þetta,Það stendur kanski bara á sér (solenodið=startpungurinn?..dettur það helst í hug því þar eru 3 kopar/brons stykki semsagt 3 stk snertlar sem eiga að gefa samband og ligga utan í stálihring og það gæti allt eins verið orðið grænt og myglað=stendur á sér og er fast?.
Ég myndi allvegana ekki hika við að skoða það!
Good luck Nonni ég vona að þetta komist í lag hjá þér sem fyrst!,Ógeðslega leiðinnlegar svona óvæntar bilanir á ónotuðm og nýjum hlutum + lika miðað við fyrsta start á glænýjum mótor!
Nonni:
Takk fyrir það, startarinn er í Bílarafi núna, spurning hvort þeir geti ekki tjónkað við helvítið :twisted:
Já, það er ömurlegt, orðinn spenntur að heyra í vélinnni. Ég átti von á að ég gæti lent í ýmsum vandræðum og var við öllu búinn.....nema þessu. Það jákvæða er að ég náði upp olíuþrýsting með borvélinni og sneri vélinni með startaranum sem vildi ekki hætta svo það ætti að vera olía á öllum flötum. Hann náði bensíni (reyndar smá bensínleki við regulatorinn en ég þétti það) og allt virðist virka. Þegar startarinn verður kominn í lag þá ætti (vonandi) fátt að geta stöðvað að rellan fari í gang 8-)
Caprice Classic:
lenti einmitt í veseni með niðurgíraðann starta í 6,2 þó ég svissaði af bílnum og allt þá hætti hann ekki að starta svo startarinn var rifinn í sundur og ekki hægt að sjá neitt að þannig að ég prufaði hann uppá borði og allt virtist í lægi en um leið og ég setti hann aftur í bílinn þá hagaði hann sér eins startaði og startaði þó ég svissaði af svo ég reif hann undan aftur og skipti um startpunginn og eftir það hefur hann verið til friðs
Nonni:
Var að fá startarann til baka frá Bílaraf, ennþá bilaður. Þeir geta ekki gert við hann af því að segulrofinn er gallaður. Nú bíð ég eftir því hvað Summit vill gera en þar sem að það er svo langt síðan startarinn var keyptur (þó hann sé ónotaður) þá er öll ábyrgð örugglega útrunnin. Þannig að þetta er bara helvítis fokking fokk!
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version