Kvartmílan > Aðstoð

Vandræði með startara (SBC)

(1/3) > >>

Nonni:
Ég ætlaði að setja Transaminn í gang í kvöld og allt virtist ganga vel.....reyndar of vel....því að startarinn vildi ekki hætta að starta.  Ég tók startarann undan og hann var með lágmarkstengingar (plús frá rafgeimi og stýristraumur.  Engu að síður vildi hann ekki hætta að starta.  Ég spjallaði við þjónustufulltrúa hjá Summit og hann sagði mér að það væri líklegast relay sem stæði á sér inni í startaranum.  Þetta er Summit mini startari (protorque) fyrir SBC (í raun einskonar Nippondenso startari).

Ég var að pæla í því hvaða fyrirtæki hér heima gætu reddað þessu (dettur helst Bílaraf í hug en eflaust miklu fleiri fyrirtæki).

kv. Jón Hörður

maggifinn:
http://rafstilling.is/

Chevy_Rat:

--- Quote from: Nonni on January 14, 2010, 22:28:37 ---Ég ætlaði að setja Transaminn í gang í kvöld og allt virtist ganga vel.....reyndar of vel....því að startarinn vildi ekki hætta að starta.  Ég tók startarann undan og hann var með lágmarkstengingar (plús frá rafgeimi og stýristraumur.  Engu að síður vildi hann ekki hætta að starta.  Ég spjallaði við þjónustufulltrúa hjá Summit og hann sagði mér að það væri líklegast relay sem stæði á sér inni í startaranum.  Þetta er Summit mini startari (protorque) fyrir SBC (í raun einskonar Nippondenso startari).

Ég var að pæla í því hvaða fyrirtæki hér heima gætu reddað þessu (dettur helst Bílaraf í hug en eflaust miklu fleiri fyrirtæki).

kv. Jón Hörður

--- End quote ---

Sæll,Settu startarann í skrúfstykki milli tveggja trékubba->(til að skemma hann ekki) og hertu hann svo fastan og skjóttu svo inn á hann straum beinnt frá Rafgeimi og athugaðu hvernig hann er að fúnkera þannig!.

Ef hann er í lagi þannig þá liggur vandamálið í öðru getur td komið skiptirnum og því mekkanói við.

Vandinn getur líka legið í IGNITION SWITCH rofanunum sem er boltaður utan á stýristúpuna..(stálpinninn frá sviss gengur ofan í hann og stjórnar því hvernig hann virkar) og hann á það til að fara!->brenna yfir um eða ónýtur úr sliti eða vanstilltur.


Nonni:
Tókum startarann úr í gær til að einangra vandamálið, tengdum bara plús inná hann, náðum mínus með því að leggja hann við pústið og tókum straum beint frá geymi (hélt að það hefði verið tekið beint frá sviss en bróðir minn sem var undir bíl minnti mig á að við tókum vír beint frá geymi).  Með því einangruðum við vandamálið við startarann (grautfúllt þegar maður er með "nýjan" fokdýrann startara).

Chevy_Rat:

--- Quote from: Nonni on January 15, 2010, 11:37:14 ---Tókum startarann úr í gær til að einangra vandamálið, tengdum bara plús inná hann, náðum mínus með því að leggja hann við pústið og tókum straum beint frá geymi (hélt að það hefði verið tekið beint frá sviss en bróðir minn sem var undir bíl minnti mig á að við tókum vír beint frá geymi).  Með því einangruðum við vandamálið við startarann (grautfúllt þegar maður er með "nýjan" fokdýrann startara).

--- End quote ---

Það er alls ekki nóg að tengja bara plúsinn inná sverari boltan->mótorinn sjálfann og halda út í jörð,startarinn snýst bara í hringi við það..enn skítur sér ekki út nema sé tengt inn á  solenoidið->punginn líka litla tengið (switch terminal) en í það á að koma frekar grannur fjólublár vír (er oftast nær fjólublár í þessum bílum eða mjög dökkrauður) og ca 4,5mm að sverleika með litlu tengi á endanum 3,4-4mm gat á því.

En þú getur prófað skrúfstykkið og startkappla og græjað þetta svona eins og á myndini eða sett bara vír á milli beggja tengjana,Prófaðu það og gáðu hvað skeður við það? ég bara trúi því engann veginn að startarinn sé bílaður/ónýtur.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version