Kvartmílan > Alls konar röfl

Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?

<< < (3/3)

Arni-Snær:
Ég fór í B&L fyrir 2-3 árum með e60 m5 í smurningu, lét einnig skipta um frjókornasíu og bremsuvökva.

Það var ekki nema um 80 þúsund krónur ef ég man rétt...

Ztebbsterinn:
En þessi minni verkstæði, "kaupmaðurinn á horninu"?

Heyrist algjört lágmarks verð vera 5000 + vsk. í dag sem gera 6275 kr. á tímann í útseldri vinnu, veit einhver um ódýrara verkstæði?

ADLER:
Ég heyri að tölurnar séu frá 7 til 10þ á tímann.

Réttingar verkstæðin eru á svona 7500 en bifvélavirkjarnir eru yfirleitt alltaf hærri einverra hluta vegna  :neutral:

Annars ræðst þetta af því á hvaða svæði menn eru með verkstæðin þá á ég við samkeppnislega.

Eru margir á þínu svæði Stebbi sem eru að bjóða uppá samskonar þjónustu og þú ?

Ef svo er þá ferðu auðvitað í bullandi samkeppni við þá aðila um kúnnana en auðvitað þá verður að vera einhver skynsemi í því,þú sérð nú í fljótu bragði hvað þú þarft að rukka til að ná uppí allann kostnað.

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version