Kvartmílan > Alls konar röfl
Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?
Ztebbsterinn:
Nú hefur allt saman hækkað, efni, varahlutir, almennur rekstrarkostnaður og gjöld.
Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?
Sumir myndu ef til vill svara þessu : "Allt of mikið".
Eru umboðin ekki að rukka yfir 10 þúsund + vsk.?
En hinn almennu verkstæði?
Hjörtur J.:
Veit ekki hvað tímavinnan var en það kostaði mig 11500 að láta skipta um olíu á millikassa :???: persónulega fynnst mér það frekar dýrt
Bjarni Ólafs:
hehe já það var einn patrol eigandi hér á Egilsstöðum sem var rukkaður um 80000 um smur [-(
1965 Chevy II:
Ég fór með vinnubílinn á N1 í ártúnsbrekku og það kostaði rétt rúmar 7000kr að skipta um klossa og ath borðana að aftan (þurfti ekki að skipta).
Fín þjónusta þar og fínt verð,beið í 5 mín eftir að komast inn með bílinn.
Dodge:
7658 + vsk hjá mér á Atvinnutækjaverkstæði brimborg akureyri.
rétt um 8000 á fólksbílaverkstæðinu með skatti sem er held eg eitthvað minna en hin stóru umboðin
sem btw eru öll hrunin á hausinn eftir kreppuna
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version