Kvartmílan > Mótorhjól
Ofurhjól í smíðum
maggifinn:
--- Quote from: Kristján Skjóldal on January 08, 2010, 21:05:59 ---ef þú ert að tala um turbo sleðann hans Sigvalda á ólafsfyrði sem er sá eini sem hefur farið hvað næst 500 hö þá er sú kúpling sér smiðuð og sett upp fyrir þann sleða og kostaði fullt fullt að seðlum eins og allt í þeim sleða :D
--- End quote ---
jebb Það passar. Það er prufukeyrt á stock kúplingu og svo verður gullið sett í.
eina skiftið sem einhver sláttur er á milli mótoranna eða "ójafnvægi" er þegar allt draslið er álagslaust, sem er faktíst aldrei nema reimin sé tekin af.
Allar vélarnar eru að rembast á sömu drifrásinni, sömu keðjunni svo að segja þannig að álagið heldur öllu strekktu og fínu.
Steini:
Eina leiðin til að komast að því hvernig þetta virkar er að prófa. Síðan verður að reyna að laga það sem er að.
Steini :-"
baldur:
--- Quote from: Kristján Skjóldal on January 08, 2010, 21:05:59 ---ef þú ert að tala um turbo sleðann hans Sigvalda á ólafsfyrði sem er sá eini sem hefur farið hvað næst 500 hö þá er sú kúpling sér smiðuð og sett upp fyrir þann sleða og kostaði fullt fullt að seðlum eins og allt í þeim sleða :D
--- End quote ---
Já og alla hina spyrnusleðana í heiminum. Auðvitað þarf að breyta kúplingunum á móti öllum mótorbreytingum.
Kristján Skjóldal:
ok flott hlakka til að sjá þetta uppá braut =D>
Steini:
Ég var lengi að hugsa um að tengja mótorana saman með tenntri reim. En hætti við það. Þá hefði breiddin orðið ennþá meiri og meira vesen verið að koma pústinu fyrir þeim megin. Einnig fann ég ekkert sem ég var viss um að þoldi þessi hestöfl. Og ekki var mikil hjálp í þeim í versluninni Fálkanum.
Kannski skipti ég keðjunum út fyrir tenntar reimar seinna, ef þetta virkar eitthvað. Ef ég tengi mótorana saman þannig að þeir sprengi á 60 gráður fresti þá ætti ekki að vera svo mikill sláttur á keðjunni. Allavega ekki þegar mótorarnir eru á 8000 - 8700 snúningum sem verður sennilega vinnslusviðið, og allir að toga í sömu áttina. Sennilega reyni ég að stilla kúplinguna þannig að hún taki við 5000 - 6000 snúninga. Ég lét renna af svinghjólunum til að létta þau. Ef púlsarnir frá sprengislögunum verða of miklir þannig að keðjurnar eða tannhjólin étist upp á skömmum tíma, þá verður að bæta við þyngd á svinghjólin eða eitthvað slíkt til að jafna slögin út. Annars kemur þetta allt í ljós þegar sett verður í gang og spyrnt, hvenær sem það verður. Steini :-"
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version