Kvartmílan > Mótorhjól
Ofurhjól í smíðum
Steini:
Gleðilegt nýtt ár.
Ég sá hér á spjallinu að einhver var að halda því fram að ofurhjólaflokkur væri dauður. Því er ég alls ekki sammála. Að vísu hafa aldrei verið margir keppendur í þeim flokkum. En þeir flokkar þurfa að vera til, ef einhverjir vilja keppa í þeim. Ofurhjólaflokkarnir eru mjög opnir og nánast allt leyfilegt. Það er bara að láta hugmyndaflugið ráða og fara að smíða. Hér fyrir neðan eru linkar á myndir af ofurhjóli í smíðum. Þetta hjól var að mestu smíðað veturinn 2008 – 2009. Hefði ég ekki flutt erlendis í maí síðastliðnum þá hefði þetta geitungabú mætt upp á kvartmílubraut sumarið 2009.
Mótorarnir eru úr Arctic Cat 650 og 700 snjósleðum sem voru framleiddir 1988 – 1996 og 1999 – 2000. Búið er að fikta aðeins í mótorunum og á hver þeirra að gefa 115 -120 hestöfl. Hver mótor er um 40 kg. Ég fór út í þetta á sínum tíma því þetta voru ódýrustu og léttustu hestöflin sem þá stóðu til boða. Það er hinsvegar annað mál hvernig ganga mun að stilla kúplingarnar og ráða við skrímslið þegar það er komið á ferð.
I will be back. Og ég vona að þá verði ég ekki einn í flokki og þurfi að keppa við sjálfan mig eins og undanfarin ár. Það eru örugglega einhverjir sleðamótorar þarna úti sem hægt er að koma fyrir í hjólagrind og auðvelt er að taka 200 – 300 hestöfl út úr.
Ég vil þakka Magnúsi Finnbjörnssyni sem sá um grindarsmíði ofl, Stálnaust ehf. fyrir skurð á tannhjólum, rennismíði ofl.
Steini geitungur :-"
http://www.flickr.com/photos/23209637@N00/4237857984/
http://www.flickr.com/photos/23209637@N00/4237857988/
http://www.flickr.com/photos/23209637@N00/4237857994/
http://www.flickr.com/photos/23209637@N00/4236807951/
http://www.flickr.com/photos/23209637@N00/4236807963/
http://www.flickr.com/photos/23209637@N00/4236807971/
http://www.flickr.com/photos/23209637@N00/4236807977/
Guðbjartur:
Kv Bjartur
Steini:
Nú, er hægt að gera svona #-o
Guðbjartur:
Já vinur, maður er svo assssskoti latur að maður nennir ekki að kíka inn á hvern link svo ég ákvað að henda þessu inn fyrir þig :D
Kv Bjartur
Björgvin Ólafsson:
Glæsilegt, það verður gaman að sjá þetta!!
kv
Björgvin
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version