Sælir allir saman, gaman að fá svona skemmtileg comment, nú peppast maður upp að gera allt eins vel og maður getur.
Ég er ekki búin að áhveða litinn ennþá, búin að fara marga hringi í því. Mestar líkur að það verði eitthver standard litur, enda margir flottir, fjólublár, bleikur, limegrænn svo fátt eitt sé nefnt. Hann verður samt ekki blár, innréttingin verður svört það er klárt.
Gaman að sjá hinar myndirnar, hafði séð þessar af bílavefnum, en ekki þessa neðstu, flott mynd.
Þessi bíll var búin til úr 2 bílum, Sattelite og Road Runner sem var með 383, ég á báðar VIN plöturnar en Þessi bíll er skráður Sattelite, en er með öllu Road Runner dótinu , mælaborðinu, húddinu og fl, og þess vegna kallaður Clone. Runnerinn var Coupe með póst, en þessi er hardtop.Ég spurði Jóhann sem átti bílinn lengi og sameinaði þá á sínum tíma af hverju hann hefði ekki hent Sattelite skráningunni. Hann sagði að á sínum tíma þegar þetta var sameinað þá var skuld á Runnernum þannig að hann gat ekki nýtt skráninguna nema borga veðið, þannig að hann skráði bara sem Sattelite, enda kannski mikið verið að spá í því á þeim tíma.
En þar sem maður er nú ekkert að velta sér neitt uppúr þessu þetta skiptir engu máli fyrir mig, maður hefur þá frjálsari hendur með breytingar og þarf ekkert að vera að stressa sig yfir því að vera að skemma eitthvern number matching bíl.