Það er flott þegar menn halda gott myndasafn yfir uppgerðina hjá sér eins og þessi á linknum sem Halldór sendi. Í mínu tilviki hefði það verið stórsniðugt að sjá meiri breytingar á eiganda en bíl í gegnum árin.
Annað sem ég minntist ekki á er að ég setti diskabremsur í hann af aftan, notaði bremsubúnað að aftan úr c.a. 1985 Camaro. Að framan eru orginal diskabremsur. Er kominn með balansstöng í hann að aftan en þar sem drifið á hásingunni er svolítið stærra en á 12 boltanum þá passar hún ekki í orginal festingar á neðri stífum.
Mótorinn ætti að vera þokkalegur, að grunninum til byggir hann á LS-7 (þeim gamla) þ.e. 12,25:1 í þjöppu, 7/16 stimpilstangir, stálsveifarás, knastás er Lunati mec.roller en mjög mildur um 570 lift og 235/245° við 0,050 lift, var jafnvel að spá í að finna mér annan ögn óþekkari. Heddin koma af LS-7 mótor þ.e. rec.port 2,19 og 1,88 ventlar og aðeins búið að hreinsa til í portum en ekkert róttækt. Á heddum eru Crane rúllu armar 1,7 lift.
Ég gæti trúað að M22 kassinn eigi eftir að berjast fyrir lífi sínu ef mótorinn kemur til með að skila því sem hann á að skila. Þá hef ég verið beittur þrýstingi af ákveðnum AMC eiganda (nefni engin nöfn) um að setja í hann sjálfskiptingu. Ég hef ekki gefið mig með þetta, enn.