Author Topic: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð  (Read 25612 times)

Offline Stefán Hjalti

  • In the pit
  • **
  • Posts: 86
    • View Profile
1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« on: December 07, 2009, 13:01:23 »
Jæja þá er komið að því að skella inn mynd af þessu eilífðarverkefni hjá mér. Þennan bíl hef ég átt síðan 1985 var þá með 350 mótor sem var í honum fram að úrbræðslu 1989. þá fór í hann vel heit 327 vél (sem áður var í Camaro 1969 sem er enn í eigu Svavars Prentara átti þar bestan tíma 11,98). Ók honum síðast undir eigin vélarafli 1989. Síðan þá hefur hann verið í geymslu að mestu leiti, þó náð að vinna í honum annarslagið í gegnum árin og verið að sanka að mér hlutum í hann. Það var svo fyrir rúmum tveimur árum síðan sem Maggi Magg tók hann fyrir mig og skipti um afturbrettin og fleirir stykki sem ég hafði áður sankað að mér, auk þess ryðbætti Maggi það sem uppá vantaði. Aftur fór bíllinn í pásu. Það var svo í kjölfar fjármálahrunsins fyrir ári síðan sem það hægðist um í vinnunni og maður fékk loksins lausan frítíma. Þannig að síðasta árið hef ég verið að vinna í kraminu eins og sjá má og það að mestu tilbúið. Ég var búinn að forvinna mikið af þessu áður, Mótorinn 468 ci var keyptur í pörtum c.a. 1994 og Hannibal setti hann saman fyrir mig þá. Fjöðrunarkerfi og stýrisgangur var endurnýjaður c.a. 1995. Síðan var þetta allt saman rifði úr honum í sumar og grindin sandblásin, löguð, grófspörsluð og sprautuð, ég sá um lagfæringar á grind og spörslun en Kalli sprautaði grindina. Nú er mótorinn kominn í og M22 kassi. Hásingin er GM hásing Pontiac/Olds 9,3" drif og 5:13 hlutfall, var áður í 1966 Chevellunni sem Fribbi var með. Búið er að mála framenda og skott í Hugger Orange en Páll (AMC) sprautaði það c.a. 1996. Strefnt á að mála boddíið fyrir sumarið.
« Last Edit: December 09, 2009, 16:41:57 by Stefán Hjalti »
Stefán H Helgason

Offline Chevelle

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 412
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #1 on: December 07, 2009, 13:06:56 »
 =D> Cool fleiri myndir  :wink:

CHEVY POWER RULES!
Bjarni B Jóhannsson

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #2 on: December 07, 2009, 14:10:23 »
þessi

eða þessi
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Halldór Ragnarsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 713
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #3 on: December 07, 2009, 14:26:48 »
Hvorugur
Halldór Ragnarsson
BUY A FORD,BUY THE BEST,DRIVE A MILE,WALK THE REST

Offline AlexanderH

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 480
  • Don't Fuck With Another Man's Vehicle!
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #4 on: December 07, 2009, 14:46:55 »
Gaman af tessu  :)
Kv, Alexander Harrason

Chevrolet Malibu 1979
Chevrolet Van G30 1983

Offline arnarpuki

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 179
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #5 on: December 07, 2009, 15:51:39 »
Flottur !
Arnar.  Camaro

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #6 on: December 07, 2009, 15:59:21 »
Jæja þá er komið að því að skella inn mynd af þessu eilífðarverkefni hjá mér. Þennan bíl hef ég átt síðan 1985 var þá með 350 mótor sem var í honum fram að úrbræðslu 1989. þá fór í hann vel heit 327 vél (sem áður var í Camaro 1969 sem er enn í eigu Svavars Prentara átti þar bestan tíma 11,98). Ók honum síðast undir eigin vélarafli 1989. Síðan þá hefur hann verið í geymslu að mestu leiti, þó náð að vinna í honum annars lagið í gegnum árin og verið að sanka að mér hlutum í hann. Það var svo fyrir rúmu tveimur árum síðan sem Maggi Magg tók hann fyrir mig og skipti um afturbrettin og fleirir stykki sem ég hafði áður sankað að mér, auk þess ryðbætti Maggi það sem uppá vantaði. Aftur fór bíllinn í pásu. Það var svo í kjölfar fjármálahrunsins fyrir ári síðan sem það hægðist um í vinnunni og maður fékk loksins lausan frítíma. Þannig að síðasta árið hef ég verið að vinna í kraminu eins og sjá má og það að mestu tilbúið. Ég var búinn að forvinna mikið af þessu áður, Mótorinn 468 ci var keyptur í pörtum c.a. 1994 og Hannibal setti hann saman fyrir mig þá. Fjöðrunarkerfi og stýrisgangur var endurnýjaður c.a. 1995. Síðan var þetta allt saman rifði úr honum í sumar og grindin sandblásin, löguð, grófspörsluð og sprautuð, ég sá um lagfæringar á grind og spörslun en Kalli sprautaði grindina. Nú er motorinn kominn í og M22 kassi. Hásingin er GM hásing Pontiac/Olds 9,3" drif og 5:13 hlutfall, var áður í 1966 Chevellunni sem Fribbi var með. Búið er að mála framenda og skott í Hugger Orange en Páll (AMC) sprautaði það c.a. 1996. Strefnt á að mála boddíið fyrir sumarið.

Blessaður gamli ven.

Já þessi á eftir að verða flottur 8-)
Þarf endilega að fara koma og skoða þetta hjá þér.
Það verður ekki leiðinlegt að hræa í grjótmyljaranum (M-22)
og með þessa rellu fyrir framan 8-)
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Stefán Hjalti

  • In the pit
  • **
  • Posts: 86
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #7 on: December 07, 2009, 17:20:49 »
Ég skal koma inn fleiri myndum, verst hvað ég gleymi oft að taka myndir af þessu.

Ég þurfti að líta tvisvar á myndina af þessum bláa til að fullvissa mig um að sá væri ekki minn bíll. Liturinn sem var á mínum síðast er ansi líkur þessum. Kanski ég skanni inn mynd frá þeim tíma.

Þarna má einnig sjá bílinn hjá Halldóri í veltigálganum hans Þrastar (er það ekki annars rétt hjá mér), vita menn nokkuð um veltigalga sem hægt væri að fá lánaðann.

Andrés, sæll og blessaður. Væri ekki upplagt að þú dragir þá Magga með.
Stefán H Helgason

Offline ltd70

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #8 on: December 07, 2009, 17:35:55 »
Væri gaman að sjá myndir :D
Einar V. Gíslason

1996,Dodge Ram v8.
1967 Ford Mustang.
1970 ford Mustang mach1

Offline 348ci SS

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 353
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #9 on: December 07, 2009, 19:15:32 »
þessi verður orðin flottur þegar hann buið með hana  8-) 8-)
Hallbjörn Freyr.
Ford Crown Victoria glasstop 56' Nr. 601 af 603 framleiddum
Chevrolet 3rd Gen Camaro z28 84' gera upp frá A-Ö

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #10 on: December 07, 2009, 20:01:56 »
þessi verður orðin flottur þegar hann buið með hana  8-) 8-)

Já segðu! Árið 2025.. nei ég segi svona.....
Glæsilegt project, 468 BBC, M22 og gamla pontiac hásingin með 5.13 drifi.... Þetta verður villt 8-)
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline vbg

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 41
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #11 on: December 07, 2009, 20:25:36 »
þessi blái var á skaganum til ca 98
valdimar bjarni guðmundsson
caprice 83 í hvíld
pontiac lemans 70

Offline Halldór Ragnarsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 713
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #12 on: December 07, 2009, 21:42:20 »
Hann var auglýstur í DV einhverntíma í júlí 2005,og þá seldist hann ekki  #-o.Svo var einhver að spyrja um svona bíl hérna á spjallinu og ég benti þessum manni á Akranesbílinn,fann auglýsinguna og hann verslaði hann fyrir ,að mig minnir 100.000
kall,ca 2 mánuðum eftir hann var auglýstur.Gaman væri að heyra hvernig gengur með hann á Hornafirði
HR
Halldór Ragnarsson
BUY A FORD,BUY THE BEST,DRIVE A MILE,WALK THE REST

Offline Þröstur

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 38
  • Chevelle SS 1970
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #13 on: December 07, 2009, 22:50:12 »
Sæll Stefán

Allt að gerast, þetta er glæsilegt, bíð spenntur eftir að sjá hann á götunni.

Kveðja
Þröstur
Þröstur Guðnason
Chevelle 454 LS6
12.09 @ 110.56
60 ft. - 1.66

Offline Halldór Ragnarsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 713
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #14 on: December 07, 2009, 22:56:42 »
Sæll Stefán,hérna er síða fyrir þig  :)
http://www.72chevelle.com
Kv.Halldór
Halldór Ragnarsson
BUY A FORD,BUY THE BEST,DRIVE A MILE,WALK THE REST

Offline Stefán Hjalti

  • In the pit
  • **
  • Posts: 86
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #15 on: December 08, 2009, 08:34:14 »
Það er flott þegar menn halda gott myndasafn yfir uppgerðina hjá sér eins og þessi á linknum sem Halldór sendi. Í mínu tilviki hefði það verið stórsniðugt að sjá meiri breytingar á eiganda en bíl í gegnum árin.

Annað sem ég minntist ekki á er að ég setti diskabremsur í hann af aftan, notaði bremsubúnað að aftan úr c.a. 1985 Camaro. Að framan eru orginal diskabremsur. Er kominn með balansstöng í hann að aftan en þar sem drifið á hásingunni er svolítið stærra en á 12 boltanum þá passar hún ekki í orginal festingar á neðri stífum.

Mótorinn ætti að vera þokkalegur, að grunninum til byggir hann á LS-7 (þeim gamla) þ.e. 12,25:1 í þjöppu, 7/16 stimpilstangir, stálsveifarás, knastás er Lunati mec.roller en mjög mildur um 570 lift og 235/245° við 0,050 lift, var jafnvel að spá í að finna mér annan ögn óþekkari. Heddin koma af LS-7 mótor þ.e. rec.port 2,19 og 1,88 ventlar og aðeins búið að hreinsa til í portum en ekkert róttækt. Á heddum eru Crane rúllu armar 1,7 lift.

Ég gæti trúað að M22 kassinn eigi eftir að berjast fyrir lífi sínu ef mótorinn kemur til með að skila því sem hann á að skila. Þá hef ég verið beittur þrýstingi af ákveðnum AMC eiganda (nefni engin nöfn) um að setja í hann sjálfskiptingu. Ég hef ekki gefið mig með þetta, enn.
Stefán H Helgason

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #16 on: December 08, 2009, 09:35:16 »
Stefán, þú gleymir alveg að minnast á litinn sem við erum svo hrifnir af sem þú ert næstum því búinn að velja á bílinn, svo er ég ánægður með að þú ætlir að vera gírahrærari eins og ég, þótt að ónefndur AMC eigandi vill að þú fáir þér vökvaskiptir, þessi ónefndi er bara orðinn svo feitur að hann getur ekki gírahrært.
Gunnar Ævarsson

Offline Stefán Hjalti

  • In the pit
  • **
  • Posts: 86
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #17 on: December 08, 2009, 11:16:08 »
Sæll Gunnar, nú er ég ekki alveg að kveikja, ert þú þá að tala um öll litakortin af jarðlitunum sem þú hefur verið að bera í mig til að skipta um skoðun á litavalinu eða snýr þetta komment að því að finna litanúmer sem vinnuflokkar Rafmagnsveitu Reykjavíkur notuðu á sín farartæki og sýnileikafatnað.
« Last Edit: December 08, 2009, 12:46:09 by Stefán Hjalti »
Stefán H Helgason

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #18 on: December 08, 2009, 11:38:49 »
Ég er auðvitað að tala um Hugger orange sem við erum svo hrifnir af og svörtu rendurnar sem sjást á litlu myndinni hjá nafninu þínu.
Gunnar Ævarsson

Offline Halldór Ragnarsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 713
    • View Profile
Re: 1971 Chevelle Malibu í uppgerð
« Reply #19 on: December 08, 2009, 12:16:56 »
"stórsniðugt að sjá meiri breytingar á eiganda en bíl í gegnum árin" :mrgreen: :mrgreen:
Halldór Ragnarsson
BUY A FORD,BUY THE BEST,DRIVE A MILE,WALK THE REST