Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

1971 Chevelle Malibu í uppgerð

<< < (4/11) > >>

Stefán Hjalti:
Það er flott þegar menn halda gott myndasafn yfir uppgerðina hjá sér eins og þessi á linknum sem Halldór sendi. Í mínu tilviki hefði það verið stórsniðugt að sjá meiri breytingar á eiganda en bíl í gegnum árin.

Annað sem ég minntist ekki á er að ég setti diskabremsur í hann af aftan, notaði bremsubúnað að aftan úr c.a. 1985 Camaro. Að framan eru orginal diskabremsur. Er kominn með balansstöng í hann að aftan en þar sem drifið á hásingunni er svolítið stærra en á 12 boltanum þá passar hún ekki í orginal festingar á neðri stífum.

Mótorinn ætti að vera þokkalegur, að grunninum til byggir hann á LS-7 (þeim gamla) þ.e. 12,25:1 í þjöppu, 7/16 stimpilstangir, stálsveifarás, knastás er Lunati mec.roller en mjög mildur um 570 lift og 235/245° við 0,050 lift, var jafnvel að spá í að finna mér annan ögn óþekkari. Heddin koma af LS-7 mótor þ.e. rec.port 2,19 og 1,88 ventlar og aðeins búið að hreinsa til í portum en ekkert róttækt. Á heddum eru Crane rúllu armar 1,7 lift.

Ég gæti trúað að M22 kassinn eigi eftir að berjast fyrir lífi sínu ef mótorinn kemur til með að skila því sem hann á að skila. Þá hef ég verið beittur þrýstingi af ákveðnum AMC eiganda (nefni engin nöfn) um að setja í hann sjálfskiptingu. Ég hef ekki gefið mig með þetta, enn.

GunniCamaro:
Stefán, þú gleymir alveg að minnast á litinn sem við erum svo hrifnir af sem þú ert næstum því búinn að velja á bílinn, svo er ég ánægður með að þú ætlir að vera gírahrærari eins og ég, þótt að ónefndur AMC eigandi vill að þú fáir þér vökvaskiptir, þessi ónefndi er bara orðinn svo feitur að hann getur ekki gírahrært.

Stefán Hjalti:
Sæll Gunnar, nú er ég ekki alveg að kveikja, ert þú þá að tala um öll litakortin af jarðlitunum sem þú hefur verið að bera í mig til að skipta um skoðun á litavalinu eða snýr þetta komment að því að finna litanúmer sem vinnuflokkar Rafmagnsveitu Reykjavíkur notuðu á sín farartæki og sýnileikafatnað.

GunniCamaro:
Ég er auðvitað að tala um Hugger orange sem við erum svo hrifnir af og svörtu rendurnar sem sjást á litlu myndinni hjá nafninu þínu.

Halldór Ragnarsson:
"stórsniðugt að sjá meiri breytingar á eiganda en bíl í gegnum árin" :mrgreen: :mrgreen:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version