Hjalli sagði mér, ef ég man rétt, að hann hefði fengið 68 bíl hjá gutta sem hefði slípað hann niður með slípiskífu og boddýið hefði verið ónýtt eftir þann gjörning og Hjalli hefði hent því.
Það var annar 68 svartur bíll sem keppti í rally en það var Dóri Úlfars sem hefði gert það og var meiri alvara á bak við þann bíl en hjá Úlfari, það er bíllinn í hinum 68 þræðinum.
Bílinn sem Dóri keppti á keypti Jón Eyjólfs til að rífa (í honum var 4. g. kassi, diskabr. og læst drif) þegar Jón var að smíða 68 Pontiac Firebird "porsche killer" (þetta var áður en þeir bræður fengu umboðið fyrir útflöttu bjöllurnar) en þegar Jón sýndi mér hann var hann ókláraður en hann var búinn að viða að sér ýmsu í hann (hvað ætli hafi orðið um þann vagn?)
Síðan var einn 68 til viðbótar rifinn en hann var eini 68 Camaroinn hér á landi sem var með dýrari klæðningunni en þessu var öllu hent.
Þannig að ég veit allavega um 4 ´68 Camaro sem hafa verið rifnir og hent á s.l. 25 árum, þvílík sóun, núna eru þetta ein vinsælustu boddýin til að breyta í Pro Touring.
Málið er að það er aðeins búið að skolast til hjá mér hvaða 68 Camaro er hvað í dag, það er búið að mála þá flesta rauða eða bláa fram og til baka, t. d. er ég ekki með á hreinu hvaða "gamli" camaro sá guli sé í dag og ekki heldur hver bíllinn sem er í uppgerð í Keflavík sé í dag, ég veit að góðir menn koma eflaust til með að ryfja þetta upp með mér hérna á spjallinu.