Sæli félagar.
Svona í fyrsta lagi með þessa tvo Mustang-a hér að ofan, annar er Boss 302 (sá guli) en sá rauði er/var að ég held örugglega fastback bíll sem að var alltaf með 302cid mótor.
Síðan er þetta ekki sami bíllinn!
Þá þarf ekki annað en að skoða myndirnar, þá sér maður að sá rauði er með hvíta innréttingu en sá guli með svarta.
Á þeim tíma þegar rauði bíllinn var hér í bænum var hann alltaf rauður og var alltaf gríðarlega vel við haldið, þarna er ég að tala um árin 1980 til 1984/6 þegar hann fór til Eyja.
Á sama tíma var Boss-inn fyrst gulur og síðan hvítur með svörtum röndum og var í Keflavík þangað til Hjálmar keypti hann sennilega í kringum 1988-91, en þá var hann orðinn gulur og svartur.
Ég held að Boss-inn hafi upprunalega verið gulur og var þannig þegar hann var fluttur inn.
Því var hinns vegar haldið fram af einum eiganda rauða bílsins að sá bíll væri upprunalega Boss 302 en hafi verið fluttur inn með standard 302 og sjálfskiptur, en versmiðjunúmer hafa að mig mynnir afsannað þá kenningu.
Hvað varðar "skoop-in" á báðum þessum bílum, þá eru þau ættuð af Mercury Comet GT 1971-1974/6.
Boss-inn kom til að mynda "scoop" laus til landsins.
Það er einhverstaðar hér á spjallinu eigendaferillinn af þeim rauða svo nú er bara að leita.
Kv.
Hálfdán.