Eitthvað samskiptaleysi í gangi greinilega, en auðvitað er það frábært ef nefndin er komin í gang!
Hlutir sem varða íslandsmót eiga að sjálfsögðu að fara fram þar, því ekki ræður eitt fótboltalið reglum varðandi íslandsmót í fótbolta
En auðvitað getum við haldið áfram að rífast um reglur áfram sem tengjast bikarmótum KK
(sumir lifa fyrir rifrildi, ekki má taka það af þeim)
Þetta er flott, og stórt skref framávið!
En að sjálfsögðu vantar frekari upplýsingar, hvert er hlutverk nefndarinnar?
Reglur um íslandsmót (flokkareglur og fl.) og dagsetningar ákveðnar?
Öryggisreglur tengdar akstursíþróttum þýddar og geymdar hjá þeim (t.d. á heimasíðu nefndar eða ísí eins og í öðrum íþróttum) frekar en að klúbbar séu að brasa við það sjálfir? (sem væri ekki vitlaust)
Hvað ákveður nefndin og hverju skiptir hún sér ekki af?