Author Topic: Fyrsti fundur vetrarins tekur á forvörnum  (Read 1656 times)

Offline emm1966

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 554
    • View Profile
    • Videó safnið
Fyrsti fundur vetrarins tekur á forvörnum
« on: October 28, 2009, 08:41:22 »
Í vetur ætlum við í Íslenska Mustang Klúbbnum að reyna eitthvað nýtt.

Á fyrsta fundi vetrar er það Sjóvá og Forvarnarhúsið sem taka á móti okkur og verður sá fundur haldinn í Forvarnarhúsinu, miðvikudaginn 28. október og hefst kl 19:30.

Einar Guðmundsson flytur okkur erindi, Sjóva heldur smá kynningu og býður okkur upp á kaffi.

Þeir bjóða okkur síðan að nota salarkynni sín til að sitja og spjalla.

Heilt hús, tileinkað forvörnum
Forvarnahúsið er fræðslumiðstöð þar sem gestir fá meðvitund um þau lífsgæði sem felast í forvörnum á ýmsum sviðum. Í Forvarnahúsinu getur fólk prófað hvernig er að lenda í árekstri á 7 kílómetra hraða og hvernig það er að vera inni í bíl sem veltur. Upplifa kraftinn sem losnar úr læðingi við árekstur í árekstrarvog og finna hve auðveldlega áfengi hefur áhrif á sjónina með ölvunargleraugum. Í Forvarnahúsinu er margvíslegur búnaður sem tengist forvörnum á heimilum og í fyrirtækjum. Meðal annars er uppsett öruggt heimili, í samstarfi við IKEA, þar sem gestir geta komið og skoðað hvernig best er að haga öryggismálum á heimilinu.

Staðsetning
Forvarnarhúsið er staðsett í Kringlunni 1, þar sem áður var prentsmiðja Morgunblaðsins. Inngangurinn í Forvarnahúsið snýr að Kringlunni, en Háskólinn í Reykjavík deilir húsnæði með Forvarnahúsinu.


Hér er kjörið tækifæri til að koma með unglinginn sem er að stíga sín fyrstu skref í umferðinni, allir velkomnir!


Íslenski Mustang Klúbburinn.
« Last Edit: October 28, 2009, 17:17:57 by emm1966 »