Bílasýningarmyndin á Akureyri er tekin 1977, ég get vottað það, á svipaða mynd sjálfur. Þá var þessi bíll líklega nýkominn í Mustangbæinn og eigandinn var Svenni nokkur sem kenndur var við Leðurvörur. Er ekki bara líklegt að Kúagerðismyndirnar séu teknar einhverntíma fyrir júní 1977? Myndin sem ég á sýnir að hann er þarna enþá á R-48495 sem segir okkur að hann er nýkominn í bæinn. Maður þurfti fljótlega að setja á plötur sem tilheyrðu sama lögsagnarumdæmi og maður bjó í, í þá gömlu góðu daga. Ég man ekki eftir að honum hafi verið spyrnt fyrir norðan, og held að hann hafi verið frekar slappur miðað við aðrar Tangir á svæðinu.