Author Topic: stökur  (Read 4249 times)

Offline Andrés G

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 747
    • View Profile
stökur
« on: October 09, 2009, 22:06:21 »
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=24802.0
sælir, var að lesa yfir þennan þráð og fór að hugsa, eru menn alveg hættir að yrkja?

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: stökur
« Reply #1 on: October 09, 2009, 22:14:27 »
ætli áfengið og net áskrift hefur ekki hækkað svo mikið að menn detta ekki inná góðar stökur núorðið til að skrifa hér.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Andrés G

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 747
    • View Profile
Re: stökur
« Reply #2 on: October 09, 2009, 22:40:21 »
Moli er bílabraskari,
kaupir allan fjandann.
en er hann seldi pontíacinn,
hann sjokkeraði allan landann! :shock:


Addi með bláa vollan sinn,
sem alltaf er að bila.
hann tæki aldrei mallann minn,
þó svo hann lendi hjá ákveðnum hreinsunaraðila.


Racerinn er maður merkur,
ekkert skrifar af viti.
að reyna hann að skilja er verkur,
við lyklaborðið hann er óviti.

 :P

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: stökur
« Reply #3 on: October 09, 2009, 23:12:58 »
hehe þó nafni minn er skáld
þá er ég ekki spakur maður
Skáldar meira um minna
sem oft gerir meira en þörf
svakalegar eru línur þínar
Blaðrið mitt þjáning er
skemmtir sumum mikið
öðrum er það of mikið
batnaði ekkert í íslensku
þó sænskan var lærð
kannski fann ég mitt heima
með sænskuna.

veit að þetta var hörmung þó hafði ágætt inná milli en ekki skárri en skrift mín vanalega.
Andrés þú hefðir verið kominn með gott ef þú hefðir notað annað orð en vit og breyta í óviti

Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Andrés G

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 747
    • View Profile
Re: stökur
« Reply #4 on: October 09, 2009, 23:17:26 »
veit að þetta var hörmung þó hafði ágætt inná milli en ekki skárri en skrift mín vanalega.
Andrés þú hefðir verið kominn með gott ef þú hefðir notað annað orð en vit og breyta í óviti

já, mér gat bara ómögulega fundið almennilegt orð sem rímaði við viti :P :neutral:

Offline Andrés G

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 747
    • View Profile
Re: stökur
« Reply #5 on: October 10, 2009, 13:35:54 »
hmm kannski er þessi betri :mrgreen:

racerinn er merkur maður,
segir fátt af viti.
það yrði líklega hörku slagur,
ef ég hann augum liti.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: stökur
« Reply #6 on: October 10, 2009, 13:39:52 »
hehe :mrgreen:

þarna komstu með gott.. hjálpaði bróðir þinn þér?
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Andrés G

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 747
    • View Profile
Re: stökur
« Reply #7 on: October 10, 2009, 13:40:45 »
hehe :mrgreen:

þarna komstu með gott.. hjálpaði bróðir þinn þér?

nei, þetta samdi ég nú bara sjálfur. :)

Offline Addi

  • RÆSIR
  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 479
    • View Profile
Re: stökur
« Reply #8 on: October 11, 2009, 19:32:08 »
Stöku stökur samið hef,
sérstaklega góður.
Þennan heiður þó ég gef
þrjóskum litla bróður.
Old Chevy's never die they just go faster

'88 Volvo 240 GLT B230E(K-cam og stillanlegur tímagír)



Arnar B. Jónsson #790
"Ræsir" '06, '07, '08, '09 og '10

Offline Zaper

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 710
    • View Profile
Re: stökur
« Reply #9 on: October 12, 2009, 01:36:53 »
Að yrkja er ekki öllum í boði
en það er ákveðin uppgerð
að bjóða uppá nagla í soði
hefur löngum talist vond súpugerð
« Last Edit: October 12, 2009, 02:32:07 by Zaper »
Gremlin Owners Are Special
AMC       "77   
Plymouth "66
Ásgrímur Þ