Ég get ekki séð hvaða tilgangi það eigi að þjóna að sameina þessa flokka, verður það ekki bara til þess að þeir sem eru á 1000 hjólunum hætti að mæta útaf þessum hva 1-2 busum sem eru innlimaðar í flokkinn við sameiningu?
Þetta eru ekki það margir flokkar, og í raun ætti alveg að vera nóg af busum og 1400 kövum á landinu til að halda þessum flokki gangandi, væri ekki sniðugra að reyna að trekkja að fleiri í flokkana en sameina þá þannig að færri nenni að mæta því þeir verða að keppa við mikið stærri hjól?
Ekki það að mér finnst það oft vera vandamál hjá KK að trekkja að hjólafólk til að taka þátt í kvartmílunum. Held það sé að parti áhugaleysi á hjólum og hjólafólki hjá stjórnum KK og svo Viðhorfið sem getur stundum verið frekar skítt.