Author Topic: Hvaða pústkerfi í Trans Am GTA ??????  (Read 2319 times)

Offline GTA

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
Hvaða pústkerfi í Trans Am GTA ??????
« on: September 30, 2009, 21:44:22 »
Er að fara kaupa mér pústkerfi undir bílinn hjá mér, Trans Am GTA 1988.
Kannaði aðeins hjá BJB og vá hvað þeir eru búnir að hækka... universal kútur (aftasti) 39.000.-
Hringdi í Jeppasmiðjuna á Ljónsstöðum og þeir geta pantað svona kút fyrir 10-15.000.-

En ég er að spá í hvort maður eigi ekki að kaupa sér tilbúið kerfi að utan, Borla eða Flowmaster.

Með hvoru/hverju mælið þið undir svona bíl, hann er með 305 TPI.
Á maður að taka 2.5" eða 3" ?

Kv,
Ágúst.
GMC Yukon Denali XL
Pontiac Trans Am GTA
Jeep Wrangler V8-5.8L 44"
MMC Pajero 2.8 TDI 33"
Jeepster ´71 35"
Víking fellihýsi

Ágúst Markússon

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: Hvaða pústkerfi í Trans Am GTA ??????
« Reply #1 on: October 01, 2009, 09:35:01 »
2,5 Flowmaster held ég að væri vit í svona tæki. og það er ekki spurning um að kaupa komplett passandi kerfi að utan, þegar menn eru að smíða kerfi hér á landi þá er ævinlega haugur af samanlögðum beygjum sem þurfa ekki einusinni allar að vera og svo rekst þetta í til allra hliða...

Vissulega er það misjafnt eftir verkstæðum en heilt yfir er þetta ekki spes...
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Re: Hvaða pústkerfi í Trans Am GTA ??????
« Reply #2 on: October 01, 2009, 09:41:14 »
Ég keypti kerfi af Mufflex  Performance (http://www.mufflex-performance.com/), flott smíði og allt stóð eins og stafur í bók.  Þetta var svo sem ekki ódýrt en alvöru mandrel bent kerfi.

Það þíðir hinsvegar lítið að senda þeim tölvupóst, virkaði best að hringja í þá (eins og oft með kanann, latir að svara tölvupóst).
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline snæzi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 414
    • View Profile
Re: Hvaða pústkerfi í Trans Am GTA ??????
« Reply #3 on: October 01, 2009, 18:17:14 »
Mæli með flowmaster endakút allavegana.... 80 series og ef mig minnir rétt og 3'' ... hljómar drullu vel.   Sjálfur er ég bara með 2.5" beint út.... það er líka fínnt :) 
"The weak will perish"