Mér finnst klúbburinn þurfi að finna leið til að nota brautina eins oft og færi gefst og hafa þannig möguleika á meiri tekjum.
Það er hægt að keyra á daginn líka ef fenginn væri rekstraraðili sem þó fengi eitthvað í sinn hlut myndi auka tekjur klúbbsins.
Ég er ekki að gera lítið úr hlut sjálfboðaliða, síður en svo en það má í reynd segja að það sé í höndum þeirra hvenær brautin er notuð í dag!
Bara mínar hugrenningar um illa nýtta fjárfestingu
Þetta eru góðar og gildar hugmyndir, en eins og sást nú í sumar, við keyrðum æfingar og á köflum tvær á viku, en mætingin var takmörkuð(vil þó þakka þeim sem mættu).
Ég vil hinsvegar meina að aukin nýting á brautinni náist ekki þó einhver rekstraraðili kæmi að brautarrekstri, það einfaldlega gengur ekki upp. Það tekur enginn að sér svona rekstur án þess að græða á því, sem þýðir það að kostnaðurinn hlýtur að leggjast á einhvern...og þá sennilega annaðhvort KK eða þátttakendur, sem væri slæmt.
Hinsvegar er það alveg rétt, að það er slæmt að keyrsla á brautinni ráðist af því hvort "staffið" geti mætt eða ekki, en þannig hinsvegar er það. Mergurinn málsins er sá...að það vantar fleiri hausa sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum við keyrslu á brautinni, þetta er búið að hvíla á allt of fáum herðum allt of lengi.