Sælir félagar.
Já um það að bíllinn sé merkilegur. Víst er hann það en hvort að hann sé merkilegasti Mustanginn það er ég ekki svo viss um.
Hugsanlega er hann með lægstu framleiðslutöluna yfir allt, það er að aðeins 610 Mustang bílar komu með 429 Super Cobra Jet vél, Ram Air og Drag Pack sem fylgdi.
Það eru tveir aðrir sem að eru að mér finnst merkilegri, og það eru 1969 Mach-1 428SCJ sjáfskiptur bíll sem að Björn Emilsson flutti inn og var með öllum þeim aukabúnaði sem að hægt var að fá í Mustang það ár, og síðan 1972 Mach-1 351 HO 4. gíra sem að var líka með öllum hugsanlegum aukabúnaði sem fáanlegur var það árið.
Það getur vel verið að það séu fleiri bílar til en ég man bara eftir þessum svona í fljótu bragði, en það eru til hérna tveir Boss 302 1970 bílar, einn 428CJ 1969 fastback, tveir 1969 GT390 og svo kanski fleiri.
Já og Leon þarna er ég aðeins að telja upp og tala um Mustang en ekki Shelby sem er svo önnur saga.