Þurfiði virkilega dæmi? 
Þórður Camaro
Frikki Trans Am
Ari Camaro
Hvað viljiði mörg dæmi? 
Síðast þegar ég vissi þá var þetta kvartmíluspjallið og hér er fólk með kvartmílutæki sem eru ekki smíðuð til þess að
aka landshluta á milli,til þess á ég fjölskyldubíl eins og þessar Toyotur eru.
Fyrir kvartmílu áhugamenn og konur eru tækin okkar vel nothæf því við erum að keppa í kvartmílu sem gengur út á það að komast á sem skemmstum tíma frá A-B.
Fyrir mig er minn bíll vel "nothæfur",ég kemst sæmilega áfram á mílunni og get kíkt rúnt í Reykjavík þegar mig langar.
Fyrir Ara er hans bíll líka "nothæfur" hann fór til dæmis 8.70 á 160mph first time out og hefur enga þörf fyrir að fara eftir mjólkinni á honum Corvettan dugar fínt í það.
Það er álíka gáfulegt að vera með skítkast hér útí USA bíla eins og ef ég færi á L2C spjallið og drullaði yfir bíla með stóra spoilera og 3tommu hljóðkúta.
PS Flottar CELICUR og gangi þér sem best með uppgerðina.