Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
Gummari:
´Eg man eftir þessum bíl í garðabæ í eigu flugvirkja að nafni böddi og hann bauð pabba bílinn á góðu verði þá fyrir svona bíl ,þegar bróðir pabba var að kaupa af honum 66 Mustang 6cyl en rosalega heilum en pabbi gat ekki verslað en svo held eg að Helgi tattoo hafi átt hann og svo skólafélagi minn Sigfús sem átti pabba sem rak partasölu og gerði fullt fyrir bílinn áður en hann seldi hann fyrir 70 Camaro sem var betri á rúntinn á þeim tíma meðan við vorum 17 ára púkar
ég man alltaf eftir að það hafi fylgt þessum bíl útvíkkanir að aftan (flairs) en veit ekki hvort að þeir séu enn til eða hvað væri gaman að heyra og fá að sjá nýlegar myndir
xp800:
Sælir strákar.
Fyrsti pósturinn minn hér á spjallinu.
Þetta er að verða spennandi þráður.
Hér er smá sem að ég fann eftir ítarlega leit,en er svo sem ekki mikið.
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=24678.0
KOMA svo strákar með eitthvað meira um þennan bíl og hvað er planið með hann.
ABG:
Góður Anton :D
Gaman væri ef að einhverjir gætu fyllt út í 15 - 20 ára eyðu þarna í sögu bílsins.
Svona leit hann út í desember í fyrra þegar að ég keypti hann norður til Akureyrar.
Það var strax farið í að rífa til að geta séð ástandið á honum sem að var nú svona lala.
Ég hugsa að ég noti þennan þráð til að pósta myndum af uppgerðinni ef að einhver skyldi hafa áhuga.
En endilega ef að einhverjir luma á fleiri myndum eða sögum um hann,látið vaða.
Belair:
=D> bara ekki selja út þegar hann er til búinn :wink:
Sigtryggur:
Er þetta örugglega bíllinn sem Gilbert átti ? Einhvernvegin alltaf staðið í þeirri meiningu að þetta sé sá sem sjóntækjafræðingurinn átti í mörg ár og var klæddur með einhverskonar gærum að innan.Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál,og hvað varð þá um þann gæruklædda ?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version