Blessaður vertu það væri ódýrara fyrir mig að kaupa bílinn af þér og flytja hann hingað á enda veraldar
með flugiheldur en að versla við þetta umboð hér.
Ef þú kaupir t.d. spyndilkúlu í sigma þá kostar hún hálf mánaðarlaun, miðað við lægstu laun, en ég keypti kúlu í hyundai sonata því
það er sama kúlan, svo eru stýrisendar sama og lancer, bremsuklossar sama og pajero og fl.
Það er verið að rukka helling aukalega bara af því að þetta flokkast sem bíll í hærri klassa, þó gamall sé
Ekkert skrítið að karlagreyin í varahlutadeildinni hjá heklu verða svolítið vandræðalegir þegar maður spyr um verð í þennan bíl.
Ég ætla að sleppa því að segja hvaða álit ég hef á þessu umboði og svona aðferðum
Jú jú það er hægt að fá allt í þennan bíl hjá þeim, bara ef þú átt skítnóg af seðlum.
Þú verður að reyna skoða svona innspýtingarheila úr einhverju öðru mmc og sjá hvort það sé ekki sama númerið, ég kann ekki að lesa úr þessu
framleiðslunúmeri en einhver tala er örugglega tegund á bíl og hitt er þá stykkið sjálft.