Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Mitsubishi Sigma
kiddi63:
--- Quote ---. Það væri synd að farga þessum bíl ekinn 100 þús km og ekki til ryðblettur.
--- End quote ---
[-X
Nei nei kemur ekki til mála, þú ferð ekkert að henda svona skemmtilegum japana, þú bara "gefur" mér hann i jólagjöf og ég borga flutninginn hingað heim,
ég nota svo annan þeirra í varahluti.
Og að sjálfsögðu færðu jólabónus eftir samkomulagi í formi peninga.
Steinn:
Því miður passar engin af ebay. Og hér á Spáni er enga varahluti að fá. Þetta yrði dýr jólagjöf þegar flutningurinn og allt væri komið
kiddi63:
Blessaður vertu það væri ódýrara fyrir mig að kaupa bílinn af þér og flytja hann hingað á enda veraldar með flugi
heldur en að versla við þetta umboð hér.
Ef þú kaupir t.d. spyndilkúlu í sigma þá kostar hún hálf mánaðarlaun, miðað við lægstu laun, en ég keypti kúlu í hyundai sonata því
það er sama kúlan, svo eru stýrisendar sama og lancer, bremsuklossar sama og pajero og fl.
Það er verið að rukka helling aukalega bara af því að þetta flokkast sem bíll í hærri klassa, þó gamall sé
Ekkert skrítið að karlagreyin í varahlutadeildinni hjá heklu verða svolítið vandræðalegir þegar maður spyr um verð í þennan bíl.
Ég ætla að sleppa því að segja hvaða álit ég hef á þessu umboði og svona aðferðum :-#
Jú jú það er hægt að fá allt í þennan bíl hjá þeim, bara ef þú átt skítnóg af seðlum.
Þú verður að reyna skoða svona innspýtingarheila úr einhverju öðru mmc og sjá hvort það sé ekki sama númerið, ég kann ekki að lesa úr þessu
framleiðslunúmeri en einhver tala er örugglega tegund á bíl og hitt er þá stykkið sjálft.
joihall:
Ef þú slærð inn seinni partinn af númerinu í Google, þ.e. E2T35777, sem er partnúmer framleiðandans, Melco, þá kemur upp að þetta er til í úrvali á partasölum í Svíþjóð og Danmörku fyrir lítið fé 1.000 - 2000 Kr sænskar, auk þess að vera fáanlegt í Þýskalandi notað. Fyrriparturinn af númerinu er partakerfi Mitsubishi.
Contarinn:
passar þetta ekki úr V6 Pajero? eða 3000GT? bara pæling
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version