Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Keppnin 11.07
1965 Chevy II:
Jú Leifur vildi að sjálfsögðu fá dollu,allavega sagði hann það við mig að honum þætti þetta skítt.
Nonni ég átti bara við ef hann fær ekki dollu né fullt hús stiga þá var þetta bara eins og æfing fyrir Leif og
ætti því bara að borga æfingargjald að mínu mati.
Gretar Franksson.:
Já það stóð til að mæta í OF og keppa. Ég taldi mig vera undirbúin og var svona að klára að gera við bensínkerfi þar sem bensíndæla hafði gefið sig og svarf-rusl komist í blöndunginn. Á Fimtudeginum var svo prófað en bilanir voru ekki leystar. Síðar kom í ljós að Converterinn var einnig að gefast upp og ónothæfur miðnætti Föstudags- Laugardags, fallin á tíma og mætti ekki. Sorry það. Það þarf víst að gera hlutina tímanlega......
Gretar Franksson.
lobo:
Takk fyrir frábæran dag mjög gott skipulag á keppnini !!! og frábært að Kata sé komin til baka til starfa =D> =D> =D>
Valli Djöfull:
Að sjálfsögðu fær maðurinn fullt hús stiga eins og allir sem mæta einir og færa sig ekki í annan flokk. Ef menn færa sig hins vegar í annan flokk fara öll stigin í þann flokk. Það var eitthvað um svoleiðis reyndar í síðustu keppni.
En jú ég er reyndar sammála. Alltaf verðlaun, sama hve margir keppendur. Það er mín persónulega skoðun.
Hera:
Hver sér um kæru mál varðandi stigagjöf??
Ég þarf að leggja fram kæru vegna stigagjafar og rangra upplýsinga á keppnisdag þar sem ég mun tapa tittlinum miðað við nýjar upplýsingar um stigagjöf.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version