Author Topic: Ótrúleg framkoma.  (Read 13172 times)

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #40 on: July 05, 2009, 16:28:47 »
Gott fólk. Þegar ég talaði við menn um græja svona hluti heima í skúr var ég að reyna að forðast svona mál. Svona mál á ekki að græja á æfingu eða keppni, hvað þá á netinu.

Þessi hugmynd sem Grétar kom með, að menn geti mætt með ný tæki og prófað er bara af hinu góða en ekki á auglýstri æfingu né keppni.Ég er alveg viss um að stjórn KK leyfir það. Því það verður að prófa tækið.

Grétar, þegar þér var meinað að keyra á æfingu mættir þú of seint,æfingu var lokið  :wink:

mbk Harry Þór
« Last Edit: July 05, 2009, 21:20:41 by Harry »
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Bannaður

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 601
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #41 on: July 05, 2009, 19:53:30 »
Þeir væla mest sem gera minnst
má ekki segja það sem mér finnst! (enn ég reyni)

Warning: Objects in mirror aren't as fast as they thought they were.

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #42 on: July 05, 2009, 22:18:15 »
Þetta með æfinguna var reyndar ekkert vandamál, ég ætlaði bara að ath hvort bíllin færi vel af stað og stilla fourlink o.þ.h. gerði það eftir að ljósin voru tekin niður. Það hefði mátt vera meiri skilningur hjá þeim sem voru þarna í forsvari fyrir KK. Svoldill hroki svona. Erfi það ekkert. Það er ekki alltaf heppilegt veður þegar maður þarf að stilla og keyra. Ég lít þannig á Kvartmílusport eins og hvert annað sport hjá ÍSÍ. Meðlimir KK fái að æfa sig eins og kostur og sem oftast á brautinni, þannig ná menn betri árangri.
Gretar Franksson.
Gretar Franksson.

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #43 on: July 06, 2009, 09:48:54 »
Hæ.

  Ég er nú ekki með minni kúlur en gengur og gerist,  En hafiði prufað að fara t.d. teygjustökk,  maður er ágætur þangað maður er kominn uppá pallinn.
þá renna nú á mann tvær grímur. Og ef ekki væri fyrir áhorfendur og þessa sem unnu "veðmálið" við þig þá færi maður aftur niður með skottið á milli lappanna.  Og ekkert myndi gleðja mann meira en ef eftirlitsmaðurinn hefði sagt " bannað að stökkva í krummafót" þá hefði maður getað farið í fýlu út í hann og "stekk sko ekki hjá svona fíflum"...

   En nóg um teygjustökk.
M F.:   Það er rétt að stýrið er tengt með "mótorhjólakeðju" sem er með strekkjara og var hlauplaus,  það eru líka "samsettir"  endar í stýrisganginum.  En þetta eru líka "smíðuð" tæki og þess vegna eru "smíðaðir hlutir.  Þessi vagn er búinn að fara þónokkur rönn í sandi sem er bara 92 m en hraðinn er samt 130+ kmh og svo þarf að bremsa og gera stefnubreytingar í oftar en ekki mjög ósléttum sandi (sem tekur vel á fjöðrunarbúnaði) sem má segja að sé nokkuð góð "skoðun" á þessu tiltekna tæki.

    Það að fá Hlöðver til að skoða, er mjög gott því hann er með "hjólastillingatæki" til að mæla hve beint hjólastell er bæði aftan og framan. (já hásingar eru oft kengbognar)  sem er svona grunnur að því að tækið fari nokkuð beint. Og þetta er jú "beinlínukeppni"  Bremsur er hægt að fá menn til að bremsa uppá braut t.d á 30 kmh og fylgjast svo með tækinu í "testferðunum" hvort bremsurnar virðist yfirhitna eftir að stoppa tækið. Taka aftur 30 kmh stopp strax eftir "fulla ferð"

   Flestir menn eru nú það vel gefnir að þeir hafa vit á því að hætta ef bremsur virðast ekki vera að höndla þetta (nema Jón Geir) 

  Ég verð þó að gefa "stjóranum" á æfingunni prik fyirr að standa á sínu,  en svo er alltaf spurning hvernig menn orða hlutina t.d. "veistu ég bara þori ekki að leyfa þér að vera með nema einhver skoði þetta fyrst er það ekki ásættanlegt" ...  nú eða "það er ekki nokkur smuga að þú komir með þetta olíuspúandi Vökusýnishorn hér uppa braut þó þú sért með vottorð frá félagi einstæðra pípulagningamanna...... og svo ertu í krummafót.."  En æfingarnar eru líka til að Prufa og því spurning hvort ekki hefði verið hægt að lofa manninum að taka "bara stört" af því þetta tæki má sannanlega ætla að sé 90 metra fær... 

  Er ekki rétt að grafa stríðsexina, ATH hvort Hlöðver er til í að skoða tækið og borða eina með öllu saman og purra svo nokkur stört á næstu æfingu.
   Hvort maðurinn sé í KK eða BA, eða húsmæðrafélagi kópaskers er eitthvað sem hann varður að gera upp við sig. 

  Ein af mínum fyrstu samskiftum við BA var í sandspyrnu þar sem ég var á mjög valtri Barracudu á móti Benna Eyjólfs og í úrslitaspyrnunum vann ég báðar ferðir ... en "hann vann" og ég hváði við.???  "jú, sko hann var með betri tíma"  auðvitað hefði ég átt að fara í ævarandi fýlu við þá og keppa aldrei meir hjá þessum "Bíííííb" vitleysingum,  en svo rennur manni reiðin og "sá síðasti er ekki fæddur" og best að gera gott úr restinni..

   Þannig að nú er fínt að Stefán verði í fýlu svona fram á miðvikudag fái "Vera" og "Dána" til að skoða tækið.  Komi svo á næstu æfingu....þ.e. ef hann er ekki í krummafót.......

  Valur Vífilss  fýlypúki  (oftast ekki lengi samt)     
« Last Edit: July 06, 2009, 10:10:58 by eva racing »
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma.
« Reply #44 on: July 06, 2009, 13:31:54 »
Ég hef fengið 3 símtöl frá félagsmönnum þar sem ég hef verið skammaður þvílíkt fyrir þessa ákvarðanatöku.
Ég vill taka það fram að ég tók ekki þessa ákvörðun en ég styð stjórnarmanninn heilshugar sem tók hana og var ég nálægt honum þegar hún var tekinn.
Einnig þá vil ég koma því á framfæri að ég fékk ekki að útskýra mál klúbbsins því ég komst einfaldlega ekki að í þessum símtölum.
Það er alveg sjálfsagt að hringja í mig og fá upplýsingar en ég nenni ekki að tala við fólk sem vill ekki hlusta á það sem ég hef að segja en ég á að hlusta.
Þau rök að " ÞETTA VAR EKKI SVONA Í FYRRA" eiga ekki við. Það er kominn ný kynslóð í stjórn KK sem vill að lögum klúbbsins sé fyllt eftir.
Ég vill byðja fólk um að sýna smá skilning og fara eftir lögum félagsins því þá er ekkert mál að koma í veg fyrir svona vesen.
Einnig er best að senda bréf til stjórnar ef ykkur finnst þið hafa verið beitt einhverju óréttlæti af hálfu stjórnarmanna.
Þá er hægt að taka bréfið fyrir á fundi og komast að því hvort ákvarðanataka var réttmæt eða ekki. Ef um óréttmæta ákvarðanatöku hafi verið um að ræða þá verði beðist afsökunar á því.
Það gengur ekki að láta svona skrif á opið spjall þar sem menn eru að tjá sig sem hafa ekki hugmynd um hvað málið snýst.

Nú vona ég að vefstjóri fari að finnast þetta ágætt og læsi þessum þræði.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged