Gunni greyið alveg búinn að missa legvatnið yfir nýja Kamarhróinu en hefur hvorki lesið greinina vel né rýnt í tölurnar.
Eitthvað fyrir grúppíurnar til að pæla í:
1. Þarna er semsagt verið að bera saman ársgamlan Challa við nýjan Kamar og Töng. Duh!
2. Challengerinn í testinu er með 5,7 lítra vélinni en ekki 6,1 lítra vélinni sem hægt er að fá hann með. Einmitt það!
3. Miðað við Cammann er testútgáfa Challengersins 51 hestafli kraftminni, með vél sem er 1/2 lítra minni og 118 kílóum þyngri. Það væri ekki bara kjánalegt heldur gegn öllum eðlisfræðilögmálum ef að Hróið hefði ekki haft betur í performance samanburði. Engin ástæða fyrir slaufumenn að fagna þessu, en massaþunglyndi vonandi forðað í hjörðinni.
4. Í meðaleinkunn fær Camminn bara einu stigi meira en Töngin, 3,7 vs 3,6. Væri ég Chevygrúppía mundi ég ekki halda upp á það með meiru en einum ódýrum bjór. Væri ég Fordfanatic mundi ég kaupa Six-pack (marga).
5. Á sömu vefsíðu og samanburðartest sem sumir geisla yfir, þar er test um Challann frá 2008 (
http://jalopnik.com/398221/2008-dodge-challenger-srt8-part-one) þar sem skepnan sú er með 6,1 l Hemi enda leið höfundi testsins svipað og Gunna líður í dag.
6. Þegar Kamminn er farinn að keppa við þessa útgáfu af Challanum í Super Stock
http://www.youtube.com/watch?v=AU-eRJqBOac. þá fer að verða hægt að gera alvörusamanburð. Spariði stóru orðin þangað til, stúlkur.
Ábendingar höfunda greinarinnar til væntanlegra Kamarhróeigenda eru skynsamlegar:
"Grow a mullet, switch to cheap domestic beer and embrace your inner hoon."
Góðar stunur
Ragnar