Halló
Já það er alltaf eins með þennan klúbb og hans meðlimi, aldrei hægt að ræða neitt á svona venjulegum nótum. Hvers vegna má ekki prufa að keyra 1/8? Við vitum ekkert hverjir mæta ef það yrði prufað, kannski yrði bara algjört messufall, enginn keppandi? Ekki get ég sagt til um það! En myndi það breyta einhverju að prufa þetta, það er nú ekki beisin þátttaka hvort sem er í 1/4 núna! Harry var bara að óska eftir þvi ef einhver hefði hugmynd um það hvers vegna þátttakan væri svona léleg! og þetta var mín tillaga. Ég persónulega held að við höfum engu að tapa að prufa þetta einhvern daginn því ef einhverjum hóp líkar ekki 1/8 þá getur hann bara sitið hjá í það skiptið ( sem væri reyndar verra, sakar ekki að prufa að keyra 1/8 ) hvað vitum við um það hve margir sitja hjá núna þegar við erum að keyra 1/4. Kannski er enginn sem situr hjá núna sem stendur, veit ekki. Er þetta ekki bara skiljanlegt að það mæta svona fáir keppendur? Það er allsstaðar verið að draga sama, minnka launinn við menn, afborganir af lánum hækka, ég hugsa að áhugamálinn verði bara að sitja á hakanum hjá mörgum.
Elmar