Þegar innspýtingarvélar eru kaldar þá ganga þær yfirleitt í svokallaðri "closed loop", semsagt hún pælir ekkert í því hvað skynjararnir segja henni heldur keyrir eftir fyrirfram ákveðnum stillingum. Þetta er í raun það sem kallast "innsog". Þegar hún hitnar þá fer hún í "open loop" þar sem hún miðar blönduna og hugsanlega kveikjutímann miðað við hvað skynjararnir segja henni er að gerast, þannig að mín ágiskun er að einhver skynjarinn sé í ruglinu.